Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 19:55 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, er harðorður í garð stjórnvalda sem ekki hafa samið við flugmenn í tvö og hálft ár. Vöktum hjá Landhelgisgæslunni er ábótavant og erfitt að manna þær, sem þarf ekki að koma á óvart að sögn Jóns Þórs. Vísir/Vilhelm „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. „Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór. Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór.
Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47