Hann var þó ákærður fyrir fjögur minniháttar brot, sem snúa að atvikinu, en segist saklaus af þeim ákærum.
Lees, sem er 23 ára, stökk upp á svið þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles.Hann var með gervibyssu, sem var í raun hnífur á sér, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sást Lee hlaupa á grínistann.
#davechappelle attacked at #hollywoodbowl #netflixisajoke pic.twitter.com/oP04S0de90
— abazar (@abazar) May 4, 2022
Chappelle hlaut ekki skaða af atvikinu en Lee var fluttur á sjúkrahús. Myndbönd af vettvangi virðast sína öryggisverði grínistans lumbra á Lee eftir atvikið. Sjálfur sagðist Chappelle hafa „stappað hann“. Hann grínaðist einnig með að Lee væri „transmaður“, en Chappelle var í fyrra sakaður um transfóbíu.
The idiot getting beaten down after attacking Dave Chappelle at Hollywood Bowl pic.twitter.com/Ft0FIUyjWv
— Jed Simon (@JEDSIMON) May 4, 2022
Someone attacked Dave Chappelle at his show and his security team left that man looking like Mojo JoJo. pic.twitter.com/pna2642x7G
— NUFF (@nuffsaidny) May 4, 2022