„Það sem við lögðum upp, það gekk upp. Við spiluðum frábæran varnarleik og með frábæran markmann og þegar það gerist þá spilum við yfirleitt vel og við gerðum það hér í kvöld.“
Varnarleikur Fram var góður í dag sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem liðið fékk aðeins á sig sex mörk.
„Þetta er bara þannig að bæði lið spila sín leikkerfi og við náðum að loka á þeirra leikkerfi í dag. Svo kemur annar leikur og það getur allt gerst.“
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, er spenntur fyrir næsta leik í einvíginu sem fram fer á mánudaginn út í Vestmannaeyjum.
„Mér finnst í fyrsta lagi mjög gaman að fara í Herjólf. Eins og ég hef sagt áður á ég ættir að rekja til Vestmannaeyja, gaman að fara þangað. Mér líst vel á leikinn, en þetta verður mjög erfiður leikur því ÍBV er mjög gott lið. Í úrslitakeppni þá gerist stundum svona, stundum vinnurðu stórt, þannig að næsti leikur verður erfiður.“
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, býst við allt öðruvísi leik á mánudaginn.
„Nei. Það mun spilast allt öðruvísi, þannig að það verða örugglega aðrar áherslur þá. Ég held það verður ekkert að marka það sem gerðist hér í kvöld.“
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.