Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 20:01 Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. Fjallað var um mál Innheimtustofnunar og handknattleiksdeildar Harðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. Grunur vaknaði þegar Ríkisendurskoðun skoðaði málið Þegar fréttir bárust af því í desember að æðstu stjórnendur Innheimtustofnunar hefðu verið sendir í leyfi vegna gruns um misferli vissu líklega fæstir hvað Innheimtustofnun var. Eðlilega kannski, stofnunin á eiginlega bara samskipti við foreldra vegna meðlags. En Innheimtustofnun er ekki lítið batterí, það innheimti til dæmis um 3,4 milljarða króna af foreldrum bara árið 2020. Stofnunin er í eigu sveitarfélaganna, en undanfarin ár hefur verið stefnt að því að færa hana yfir til ríkisins. Þegar starfsfólk stofnunarinnar á Ísafirði tregaðist við að liðka fyrir því ferli, var ákveðið að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt á starfseminni. Þar kom ýmislegt upp úr dúrnum og ekki leið á löngu þar til forstöðumaður stofnunarinnar hafði verið kærður til lögreglu. Málið var talið svo alvarlegt að héraðssaksóknari sendi tíu menn vestur á firði til að gera húsleit hjá stofnuninni. Sama dag gerðu þeir einnig húsleit hér í Reykjavík. Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður Innheimtustofnunar á Ísafirði, var vikið úr starfi vegna gruns um misferli. Þar leikur grunur á um að hans eigin lögmannsstofu Officio hafi verið greiddar þóknanir vegna innheimtustarfa. Officio er helsti bakhjarl handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna undanfarin ár.Vísir/Samsett Tugir milljóna Þrír hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn saksóknara. Forstjóri stofnunarinnar, Jón Ingvar Pálsson, forstöðumaður stofnunarinnar, Bragi Axelsson, og einn annar starfsmaður stofnunarinnar. Bragi Axelsson lögmaður hefur verið forstöðumaður Innheimtustofnunar frá 2010. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leikur grunur á um að lögmannsstofa hans, Officio ehf., hafi á síðasta eina og hálfa ári tekið í kringum fjörutíu milljónir í þóknanir fyrir innheimtu sem hún innti af hendi fyrir stofnunina. Þar fyrir utan er Bragi talinn hafa átt annað félag, sem annaðist erlenda innheimtu fyrir stofnunina. Allt er þetta til rannsóknar og enn óljóst um lögmæti þessara viðskipta. Officio helsti bakhjarl liðs í miklum vexti En hvað gerir Officio ehf. við tugi milljóna króna? Verulegir fjármunir hafa alla vega ratað til handknattleiksdeildar íþróttafélagsins Harðar á Ísafirði. Á treyjum félagsins er Officio helsti bakhjarlinn. Kannski ekki að undra, þegar eigandi lögmannsstofunnar var sjálfur formaður handknattleiksdeildarinnar, Bragi Axelsson sem sagt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann ekki lengur formaður deildarinnar. Annað fyrirtæki í eigu Braga, fasteignasalan Kofi, er einnig stuðningsaðili félagsins. Uppgangur handknattleiksdeildar Harðar á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur og það sem virðist vera blómlegur fjárhagur vekur athygli. Árangurinn lætur ekki á sér standa, lið skipað níu erlendum leikmönnum vann sig í vor upp í deild þeirra bestu, Olísdeildina. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Hörður Handbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20 Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjallað var um mál Innheimtustofnunar og handknattleiksdeildar Harðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. Grunur vaknaði þegar Ríkisendurskoðun skoðaði málið Þegar fréttir bárust af því í desember að æðstu stjórnendur Innheimtustofnunar hefðu verið sendir í leyfi vegna gruns um misferli vissu líklega fæstir hvað Innheimtustofnun var. Eðlilega kannski, stofnunin á eiginlega bara samskipti við foreldra vegna meðlags. En Innheimtustofnun er ekki lítið batterí, það innheimti til dæmis um 3,4 milljarða króna af foreldrum bara árið 2020. Stofnunin er í eigu sveitarfélaganna, en undanfarin ár hefur verið stefnt að því að færa hana yfir til ríkisins. Þegar starfsfólk stofnunarinnar á Ísafirði tregaðist við að liðka fyrir því ferli, var ákveðið að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt á starfseminni. Þar kom ýmislegt upp úr dúrnum og ekki leið á löngu þar til forstöðumaður stofnunarinnar hafði verið kærður til lögreglu. Málið var talið svo alvarlegt að héraðssaksóknari sendi tíu menn vestur á firði til að gera húsleit hjá stofnuninni. Sama dag gerðu þeir einnig húsleit hér í Reykjavík. Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður Innheimtustofnunar á Ísafirði, var vikið úr starfi vegna gruns um misferli. Þar leikur grunur á um að hans eigin lögmannsstofu Officio hafi verið greiddar þóknanir vegna innheimtustarfa. Officio er helsti bakhjarl handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna undanfarin ár.Vísir/Samsett Tugir milljóna Þrír hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn saksóknara. Forstjóri stofnunarinnar, Jón Ingvar Pálsson, forstöðumaður stofnunarinnar, Bragi Axelsson, og einn annar starfsmaður stofnunarinnar. Bragi Axelsson lögmaður hefur verið forstöðumaður Innheimtustofnunar frá 2010. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leikur grunur á um að lögmannsstofa hans, Officio ehf., hafi á síðasta eina og hálfa ári tekið í kringum fjörutíu milljónir í þóknanir fyrir innheimtu sem hún innti af hendi fyrir stofnunina. Þar fyrir utan er Bragi talinn hafa átt annað félag, sem annaðist erlenda innheimtu fyrir stofnunina. Allt er þetta til rannsóknar og enn óljóst um lögmæti þessara viðskipta. Officio helsti bakhjarl liðs í miklum vexti En hvað gerir Officio ehf. við tugi milljóna króna? Verulegir fjármunir hafa alla vega ratað til handknattleiksdeildar íþróttafélagsins Harðar á Ísafirði. Á treyjum félagsins er Officio helsti bakhjarlinn. Kannski ekki að undra, þegar eigandi lögmannsstofunnar var sjálfur formaður handknattleiksdeildarinnar, Bragi Axelsson sem sagt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann ekki lengur formaður deildarinnar. Annað fyrirtæki í eigu Braga, fasteignasalan Kofi, er einnig stuðningsaðili félagsins. Uppgangur handknattleiksdeildar Harðar á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur og það sem virðist vera blómlegur fjárhagur vekur athygli. Árangurinn lætur ekki á sér standa, lið skipað níu erlendum leikmönnum vann sig í vor upp í deild þeirra bestu, Olísdeildina.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Hörður Handbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20 Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20
Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31
Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14