Væntingar, vextir og vonbrigði 6. maí 2022 14:30 Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun