Væntingar, vextir og vonbrigði 6. maí 2022 14:30 Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun