„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 23:53 Seinni dagur vitnaleiðslu Amber Heard fór fram í dag. Næst munu lögmenn Depps spyrja hana spurninga þann 16. maí. AP/Jim Lo Scalzo Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. Eitt atvikið sem hún lýsti á að hafa átt sér stað árið 2014 er þau voru um borð í einkaflugvél á leið frá Boston til Los Angeles. Heard sakaði Depp um að hafa sparkað í bakið á henni, eftir að hafa rifist við hana fyrir framan vin sinn sem var einnig í flugvélinni. Hún sagði Depp hafa sakað hana um framhjáhald með leikaranum James Franco en á þessum tíma var hún að taka upp kvikmyndina The Adderall Diaries með honum. Hann hafi angað af áfengi og marijúana og hafi kallað hana illum nöfnum. Að endingu hafi hann slegið hana utan undir og svo sparkað hana í gólfið þegar hún reyndi að ganga á brott. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Johhny Depp starði að mestu á borðið á meðan vitnisburður Heard fór fram.AP/Jim Lo Scalzo Heard bar vitni í dag, eins og í gær. Síðustu tvo daga hefur hún svarað spurningum eigin lögmanna og stóðu vitnaleiðslurnar yfir í margar klukkustundir. Sjá einnig: „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Þegar réttarhöldin halda áfram mánudaginn 16. maí er komið að lögmönnum Depps að spyrja hana spurninga. Depp, sem neitar ásökunum gegn honum, bar vitni í síðasta mánuði. Sýndu myndir og tölvupósta Réttarhöldin hafa að einhverju leyti snúist um það hvort Depp hafi átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Heard heldur því fram en því er Depp ekki sammála. Lögmenn Heard sýndu nokkrar myndir af Depp þar sem hann virtist sofandi. Meðal annars fullklæddur á gólfinu og við óeðlilegar aðstæður og sögðu þau að myndirnar sýndu hann eftir neyslu áfengis eða fíkniefna. Lögmenn Heard opinberuðu einnig tölvupósta milli þeirra Heard og Depps þar sem hann baðst afsökunar á hegðun sinni. „Ég er helvítis villimaður. Djöfullinn er alls staðar, ekki satt?“ sagði hann í einum póstinum. Þetta var eftir að Heard fundaði með rithöfundinum Clive Barker í desember 2014. Heard sagði þau hafa verið að ræða mögulega samvinnu en Barker hafi verið alvarlega veikur á þessum tíma og fundurinn hafi farið fram á heimili hans. Heard sagði Depp hafa verið reiðan yfir því og sakað hana um að vilja sofa hjá rithöfundinum. „Angist er aldrei svarið. Það er heift ekki heldur,“ sagði Depp í öðrum pósti, samkvæmt umfjöllun Sky News. Hann bætti við að hann væri miður sín og sagðist vonast til þess að fundur hennar og Barker hafi verið góður. Sakaði hana ítrekað um framhjáhald Heard segir að Depp einnig hafa sakað hana um að hafa sofið hjá leikaranum Eddie Redmayne sem hún lék með í Danish Girl og með leikstjóra myndarinnar. Þar að auki hefði hann sakað hana um að halda við leikarana Jum Sturgess og Billy Bob Thornton. Í öðrum pósti sem Depp sendi Heard í maí 2014 skrifaði hann: „Enn og aftur, finn ég mig fullan af skömm og iðrun. Auðvitað er ég miður mín. Ég veit í rauninni ekki af hverju eða hvað gerðist. En ég mun aldrei gera það aftur. Ég vil ná bata fyrir þig og fyrir mig. Ég verð að gera það.“ Hann sagði veikindi sín hafa laumast aftan að sér og náð á sér taki. Það mætti ekki gerast aftur og myndi ekki gerast aftur. Sagði frá nokkrum árásum Við vitnaleiðslurnar sakaði Heard Depp um að hafa beitt sig ofbeldi þó nokkrum sinnum. Heard sagði meðal annars frá því að eftir langvarandi rifrildi þeirra hafði Depp ráðist á hana. Hún sagði hann hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hann hefði ekkert borðað né sofið. Hún sakaði Depp um að kasta sér í gólfið, tekið upp brotna vínflösku og hótað að skera á henni andlitið. Hann hafi í kjölfarið rifið af henni náttfötin og stungið annarri flösku ítrekað í leggöng hennar. Myndir voru sýndar úr íbúðinni og virtist hún á rúi og stúi. Heard sagði að þegar hún vaknaði daginn eftir, hefði hún komið að Depp, sem hefði enn ekki sofið, þar sem hann hafi verið að pissa á vegginn og hélt því fram að hann hefði sagst vera að skrifa skilaboð til hennar. Þá sagði hún frá öðru rifrildi þeirra á milli sem endaði í ofbeldi en það var í desember 2015. Hún sagði Depp hafa ítrekað slegið hana og kastað henni í jörðina. Svo hafi hann skallað hana í andlitið. Í kjölfarið hafi hann haldið áfram að slá hana og svo dregið hana á hárinu um íbúðina. Hún sagði Depp hafa öskrað á hana að hann hataði hana. „Ég hugsaði, svona mun ég deyja, hann mun drepa mig núna ekki einu sinni átta sig á því,“ sagði Heard. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. 4. maí 2022 23:12 Segir Depp hafa stungið áfengisflösku í kynfæri Heard Amber Heard þjáðist af áfallastreituröskun eftir árásir Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta sagði geðlæknir hennar í dómsal í dag og sagði hún að hann hefði meðal annars beitt hana kynferðislegu ofbeldi. 3. maí 2022 22:29 Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Eitt atvikið sem hún lýsti á að hafa átt sér stað árið 2014 er þau voru um borð í einkaflugvél á leið frá Boston til Los Angeles. Heard sakaði Depp um að hafa sparkað í bakið á henni, eftir að hafa rifist við hana fyrir framan vin sinn sem var einnig í flugvélinni. Hún sagði Depp hafa sakað hana um framhjáhald með leikaranum James Franco en á þessum tíma var hún að taka upp kvikmyndina The Adderall Diaries með honum. Hann hafi angað af áfengi og marijúana og hafi kallað hana illum nöfnum. Að endingu hafi hann slegið hana utan undir og svo sparkað hana í gólfið þegar hún reyndi að ganga á brott. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Johhny Depp starði að mestu á borðið á meðan vitnisburður Heard fór fram.AP/Jim Lo Scalzo Heard bar vitni í dag, eins og í gær. Síðustu tvo daga hefur hún svarað spurningum eigin lögmanna og stóðu vitnaleiðslurnar yfir í margar klukkustundir. Sjá einnig: „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Þegar réttarhöldin halda áfram mánudaginn 16. maí er komið að lögmönnum Depps að spyrja hana spurninga. Depp, sem neitar ásökunum gegn honum, bar vitni í síðasta mánuði. Sýndu myndir og tölvupósta Réttarhöldin hafa að einhverju leyti snúist um það hvort Depp hafi átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Heard heldur því fram en því er Depp ekki sammála. Lögmenn Heard sýndu nokkrar myndir af Depp þar sem hann virtist sofandi. Meðal annars fullklæddur á gólfinu og við óeðlilegar aðstæður og sögðu þau að myndirnar sýndu hann eftir neyslu áfengis eða fíkniefna. Lögmenn Heard opinberuðu einnig tölvupósta milli þeirra Heard og Depps þar sem hann baðst afsökunar á hegðun sinni. „Ég er helvítis villimaður. Djöfullinn er alls staðar, ekki satt?“ sagði hann í einum póstinum. Þetta var eftir að Heard fundaði með rithöfundinum Clive Barker í desember 2014. Heard sagði þau hafa verið að ræða mögulega samvinnu en Barker hafi verið alvarlega veikur á þessum tíma og fundurinn hafi farið fram á heimili hans. Heard sagði Depp hafa verið reiðan yfir því og sakað hana um að vilja sofa hjá rithöfundinum. „Angist er aldrei svarið. Það er heift ekki heldur,“ sagði Depp í öðrum pósti, samkvæmt umfjöllun Sky News. Hann bætti við að hann væri miður sín og sagðist vonast til þess að fundur hennar og Barker hafi verið góður. Sakaði hana ítrekað um framhjáhald Heard segir að Depp einnig hafa sakað hana um að hafa sofið hjá leikaranum Eddie Redmayne sem hún lék með í Danish Girl og með leikstjóra myndarinnar. Þar að auki hefði hann sakað hana um að halda við leikarana Jum Sturgess og Billy Bob Thornton. Í öðrum pósti sem Depp sendi Heard í maí 2014 skrifaði hann: „Enn og aftur, finn ég mig fullan af skömm og iðrun. Auðvitað er ég miður mín. Ég veit í rauninni ekki af hverju eða hvað gerðist. En ég mun aldrei gera það aftur. Ég vil ná bata fyrir þig og fyrir mig. Ég verð að gera það.“ Hann sagði veikindi sín hafa laumast aftan að sér og náð á sér taki. Það mætti ekki gerast aftur og myndi ekki gerast aftur. Sagði frá nokkrum árásum Við vitnaleiðslurnar sakaði Heard Depp um að hafa beitt sig ofbeldi þó nokkrum sinnum. Heard sagði meðal annars frá því að eftir langvarandi rifrildi þeirra hafði Depp ráðist á hana. Hún sagði hann hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hann hefði ekkert borðað né sofið. Hún sakaði Depp um að kasta sér í gólfið, tekið upp brotna vínflösku og hótað að skera á henni andlitið. Hann hafi í kjölfarið rifið af henni náttfötin og stungið annarri flösku ítrekað í leggöng hennar. Myndir voru sýndar úr íbúðinni og virtist hún á rúi og stúi. Heard sagði að þegar hún vaknaði daginn eftir, hefði hún komið að Depp, sem hefði enn ekki sofið, þar sem hann hafi verið að pissa á vegginn og hélt því fram að hann hefði sagst vera að skrifa skilaboð til hennar. Þá sagði hún frá öðru rifrildi þeirra á milli sem endaði í ofbeldi en það var í desember 2015. Hún sagði Depp hafa ítrekað slegið hana og kastað henni í jörðina. Svo hafi hann skallað hana í andlitið. Í kjölfarið hafi hann haldið áfram að slá hana og svo dregið hana á hárinu um íbúðina. Hún sagði Depp hafa öskrað á hana að hann hataði hana. „Ég hugsaði, svona mun ég deyja, hann mun drepa mig núna ekki einu sinni átta sig á því,“ sagði Heard.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. 4. maí 2022 23:12 Segir Depp hafa stungið áfengisflösku í kynfæri Heard Amber Heard þjáðist af áfallastreituröskun eftir árásir Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta sagði geðlæknir hennar í dómsal í dag og sagði hún að hann hefði meðal annars beitt hana kynferðislegu ofbeldi. 3. maí 2022 22:29 Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. 4. maí 2022 23:12
Segir Depp hafa stungið áfengisflösku í kynfæri Heard Amber Heard þjáðist af áfallastreituröskun eftir árásir Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta sagði geðlæknir hennar í dómsal í dag og sagði hún að hann hefði meðal annars beitt hana kynferðislegu ofbeldi. 3. maí 2022 22:29
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49