Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. maí 2022 08:01 Á milli 150 og 160 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar. Og það er metár. vísir Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. „Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Algjört metár. Síðasta heila árið sem við vorum að taka á móti skemmtiferðaskipum var 2019. Þá komu 126 skip,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig virðist ljóst að ferðaþjónustan ætli að verða lygilega fljót að taka við sér eftir tvö erfið ár í heimsfaraldri. Skipin verða nefnilega miklu fleiri í ár. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði.vísir/óttar „Upphaflega var bókunarstaðan 160 skip. Það hefur nú eitthvað kvarnast úr því eins og gerist nú alltaf á hverju ári. En við erum samt með milli 150 og 160 skemmtiferðaskip staðfest hingað til Ísafjarðar núna í sumar,“ segir Guðmundur. Hafa þurft að vísa skipum frá Svo fljótur er skemmtiferðaskipabransinn að taka við sér að Ísafjarðarhöfn getur hreinlega ekki tekið á móti öllum sem vilja. „Við erum inn í framtíðina nú þegar byrjuð að vísa skipum frá eða biðja skipafélögin að taka til aðra daga þar sem þetta er allt að fyllast,“ segir Guðmundur. Við ræddum við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og hittum hann við hafnarsvæðið þar sem nú standa yfir framkvæmdir til að stækka höfnina: Framkvæmdirnar kosta einn milljarð króna. „Já, við erum núna í stórframkvæmdum. Við erum að framkvæma á höfninni fyrir milljarð í þessari einstöku framkvæmd sem er lenging á Sundabakka okkar aðal viðlegukannti fyrir fraktskip og skemmtiferðaskip,“ segir Guðmundur. Vinstra megin við Sundabakka sést hvar verið er að fylla í hafnarsvæðið til að stækka höfnina. Einnig verðir svæðið fyrir framan Sundabakka dýpkað til muna.ísafjarðarbær Á myndinni hér að ofan sést Sundabakki þar sem tekið er á móti skemmtiferðaskipunum neðst á myndinni. Og nú er verið að fylla í svæðið sem sést til vinstri til að stækka höfnina. Það mun auka getu bæjarins til að geta tekið á móti skemmtiferðaskipum til muna. „Við erum að stefna að því að geta verið með tvö mjög stór skemmtiferðaskip við bryggju á sama tíma sem að í beinu framhaldi eykur tekjurnar og gerir lífið fallegra,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira