Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Eggert Sigurbergsson skrifar 5. maí 2022 16:00 Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun