Fær að áfrýja sex ára dómi fyrir tilraun til manndráps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2022 13:56 Hæstiréttur Íslands Karlmaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í janúar í fyrra hefur fengið leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Karlmaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni kom fram að hann hefði veist að eiginkonu sinni á hótelinu, ógnað lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir stórfellda líkamsárás en sýknaði af ákæru fyrir tilraun til manndráps. Landsréttur var á öðru máli, sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps og þyngdi dóminn í sex ára fangelsi. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún hafi falið í sér síendurtekin högg. Af þeim sökum var lagt til grundvallar að honum hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af hinni ofsafengnu atlögu sem hann gerði að eiginkonu sinni. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðninni Maðurinn óskaði eftir leyfi frá Hæstarétti til að áfrýja dómi Landsréttar. Varð rétturinn við þeirri beiðni í gær. Í málskotsbeiðni mannsins til Hæstaréttar, sem ákæruvaldið lagðist gegn, var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þá taldi maðurinn einnig að niðurstaða Landsréttar hafi verið röng, árásin hafi hvorki verið nægilega alvarleg til að heimfærð undir ákvæði laga um tilraun til mánndráps né liggi fyrir sönnun um ásetning hans til manndráps. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að telja verði að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu mannsins til refsiákvæða, kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Jafnframt sé haft í huga að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði. Beiðnin var því samþykkt. Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni kom fram að hann hefði veist að eiginkonu sinni á hótelinu, ógnað lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir stórfellda líkamsárás en sýknaði af ákæru fyrir tilraun til manndráps. Landsréttur var á öðru máli, sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps og þyngdi dóminn í sex ára fangelsi. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún hafi falið í sér síendurtekin högg. Af þeim sökum var lagt til grundvallar að honum hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af hinni ofsafengnu atlögu sem hann gerði að eiginkonu sinni. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðninni Maðurinn óskaði eftir leyfi frá Hæstarétti til að áfrýja dómi Landsréttar. Varð rétturinn við þeirri beiðni í gær. Í málskotsbeiðni mannsins til Hæstaréttar, sem ákæruvaldið lagðist gegn, var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þá taldi maðurinn einnig að niðurstaða Landsréttar hafi verið röng, árásin hafi hvorki verið nægilega alvarleg til að heimfærð undir ákvæði laga um tilraun til mánndráps né liggi fyrir sönnun um ásetning hans til manndráps. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að telja verði að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu mannsins til refsiákvæða, kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Jafnframt sé haft í huga að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði. Beiðnin var því samþykkt.
Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira