„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 23:12 Amber Heard í dómsal í dag. AP/Elizabeth Frantz Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur. „Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“ Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það,“ sagði Heard í dómsal vestanhafs undir kvöld, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þetta tiltekna atkvik segir hún að hafi átt sér stað árið 2013. Þá segir hún að Depp hafi slegið hana þrisvar sinnum utan undir eftir að hún hló að húðflúri hans. Depp þvertekur fyrir að hafa slegið hana. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp (58) hefur höfðað mál gegn Heard (36) og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Áhugasamir geta hlýtt á hluta vitnisburðar Heard hér að neðan. Réttarhöldin hafa að mestu snúist um það hvort Depp hafi raunverulega beitt Heard ofbeldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Heard bar vitni í málinu. Á einum tímapunkti sagði hún frá því að hún, Depp og aðrir hefðu tekið ofskynjunarsveppi í ferð til Joshua Tree. Depp hafi orðið gífurlega afbrýðisamur því hann taldi konu sem var í hópnum hafa verið að daðra við Heard. Heard sagði Depp hafa rústað hjólhýsi þeirra og sakað hana um að fela fíkniefni hans. Þá hafi hann rifið af henni fötin og sagst ætla að leita á henni og framkvæma innvortis leit. „Hann stakk fingrunum inn í mig. Ég stóð bara þarna og leit á ljósin.“ Hún hélt því einnig fram að hann hefði oft orðið ofbeldishneigður í tengslum við afbrýðisemi og neyslu fíkniefna eða áfengis. Hún sagði hann hegða sér með mjög mismunandi hætti eftir því á hvaða lyfjum og fíkniefnum hann væri. Sjálfur segist Depp ekki hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefur viðurkennt að hafa verið háður pillum um tíma en segist hafa náð tökum á þeirri fíkn. Fjölskyldumeðlimir og vinir Depps hafa slegið á svipaða strengi. Heard segir það þó hafa verið hluta af vandanum. Fólk hafi ekki sagt Depp sannleikann og afsakað hegðun hans. „Enginn sagði honum sannleikann,“ sagði hún. „Hann lognaðist út af í eigin ælu, hann missti stjórn á líkama sínum og allir þrifu upp eftir hann. Ég þreif upp eftir hann.“ Varðandi það af hverju hún hafi verið með Depp, þrátt fyrir þetta meinta ofbeldi, sagði hún nokkrum sinnum í dómsal að samband þeirra hefði verið gott á löngum köflum. Hún hefði aldrei fundið fyrir annarri eins ást. „Hann var þó einnig þessi annar aðili. Sá aðili var hræðilegur.“
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira