Það má ekki verða of dýrt að spara Orri Hlöðversson skrifar 4. maí 2022 16:30 Fjármál sveitarfélaga fá ekki endilega mesta plássið í umræðunni fyrir kosningar. Flest vitum við þó að sterkur fjárhagur er nokkuð augljós og mikilvægur undirliggjandi þáttur allra málaflokka. Vissulega eru til undantekningar, en almennt séð er fjárhagsstaða sveitarfélaga á Íslandi ekki sterk. Hún einkennist oft af hárri skuldsetningu og litlum afgangi þegar búið er að greiða af lánum og ráðstafa fjármunum til lögbundinna verkefna. Í Kópavogi hefur aðhalds verið gætt undanfarin ár í rekstri og skuldsetningu bæjarins. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á að lækka skuldir sem hlutfall af umfangi rekstrar og hefur það gengið vel á meirihluta vakt Framsóknar í bænum. Minni lántökur hafa eðlilega leitt til þess að fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar úr rekstrinum án þess að bætt sé í heildarskuldir. Það er mjög jákvæð þróun sem mörg sveitarfélög mættu taka sér til eftirbreytni. En stöldrum aðeins við. Getum við ef til vill verið skynsamari í fjárfestingum? Vissulega. Því sú hætta sem skapast þegar of mikillar íhaldssemi er gætt á skuldahliðinni, er að ef reksturinn skilar ekki nægjanlega miklum arði þá verður ekki aflögu nægt fjármagn til viðhalds og framkvæmda innviða. Færa má rök fyrir að þessi staða sé uppi hjá Kópavogsbæ núna því það vantar nokkuð upp á að veltufé frá rekstri bæjarins standi undir nýframkvæmdum og viðhaldi eigna bæjarins. Þessi staða er mjög varasöm til lengri tíma, einkum er varðar viðhaldsþætti mannvirkja. Þar er bærinn í sömu stöðu og við í okkar heimilisrekstri. Ef við vanrækjum viðhald á okkar eigum þá safnast þörfin upp og hittir okkur fyrir af margföldum þunga síðar meir. Því miður eru allt of mörg dæmi um það á undanförnum árum að mannvirki sveitarfélaga hafi verið vanrækt þangað til þau verða ónýt og kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við það sem væri ef jöfnu og kerfisbundnu viðhaldi er sinnt. Í því samhengi má segja að stundum geti verið dýrt að spara og að lántaka geti verið skynsamleg í arðsöm og verkefni sem tryggja gott ástand eigna og gæði þeirra sem íverustaður fyrir þá sem þar dvelja. Mætumst á miðjunni í Kópavogi og leggjum aukna áherslu á arðsemi af rekstri Kópavogsbæjar til að efla getu hans til framkvæmda og viðhalds fyrir eigin afli. Það margborgar sig. Höfundur er oddviti Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjármál sveitarfélaga fá ekki endilega mesta plássið í umræðunni fyrir kosningar. Flest vitum við þó að sterkur fjárhagur er nokkuð augljós og mikilvægur undirliggjandi þáttur allra málaflokka. Vissulega eru til undantekningar, en almennt séð er fjárhagsstaða sveitarfélaga á Íslandi ekki sterk. Hún einkennist oft af hárri skuldsetningu og litlum afgangi þegar búið er að greiða af lánum og ráðstafa fjármunum til lögbundinna verkefna. Í Kópavogi hefur aðhalds verið gætt undanfarin ár í rekstri og skuldsetningu bæjarins. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á að lækka skuldir sem hlutfall af umfangi rekstrar og hefur það gengið vel á meirihluta vakt Framsóknar í bænum. Minni lántökur hafa eðlilega leitt til þess að fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar úr rekstrinum án þess að bætt sé í heildarskuldir. Það er mjög jákvæð þróun sem mörg sveitarfélög mættu taka sér til eftirbreytni. En stöldrum aðeins við. Getum við ef til vill verið skynsamari í fjárfestingum? Vissulega. Því sú hætta sem skapast þegar of mikillar íhaldssemi er gætt á skuldahliðinni, er að ef reksturinn skilar ekki nægjanlega miklum arði þá verður ekki aflögu nægt fjármagn til viðhalds og framkvæmda innviða. Færa má rök fyrir að þessi staða sé uppi hjá Kópavogsbæ núna því það vantar nokkuð upp á að veltufé frá rekstri bæjarins standi undir nýframkvæmdum og viðhaldi eigna bæjarins. Þessi staða er mjög varasöm til lengri tíma, einkum er varðar viðhaldsþætti mannvirkja. Þar er bærinn í sömu stöðu og við í okkar heimilisrekstri. Ef við vanrækjum viðhald á okkar eigum þá safnast þörfin upp og hittir okkur fyrir af margföldum þunga síðar meir. Því miður eru allt of mörg dæmi um það á undanförnum árum að mannvirki sveitarfélaga hafi verið vanrækt þangað til þau verða ónýt og kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við það sem væri ef jöfnu og kerfisbundnu viðhaldi er sinnt. Í því samhengi má segja að stundum geti verið dýrt að spara og að lántaka geti verið skynsamleg í arðsöm og verkefni sem tryggja gott ástand eigna og gæði þeirra sem íverustaður fyrir þá sem þar dvelja. Mætumst á miðjunni í Kópavogi og leggjum aukna áherslu á arðsemi af rekstri Kópavogsbæjar til að efla getu hans til framkvæmda og viðhalds fyrir eigin afli. Það margborgar sig. Höfundur er oddviti Framsóknar í Kópavogi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun