Það er ekki gott að búa í Kópavogi – fyrir aldraða Kristín Sævarsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:01 Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun