Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 21:45 Á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð byggja þeir skemmtigarð og kaffihús á rafstöðvarlóðinni og forstjórinn neitar að gefa upp kostnað við framkvæmdirnar. Arnar Halldórsson Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en fyrir helgi hvatti Birkir Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Orkuvers ehf., Orkuveitu Reykjavíkur til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar. Sagði hann unnt að endurræsa hana fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar en Birkir er einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana. Við leituðum í dag viðbragða hjá ráðamönnum Orkuveitunnar en Bjarni Bjarnason forstjóri hafnaði viðtali, sagði að ákvörðun um lokun Elliðarástöðvar væri þegar tekin og að ekki yrði aftur snúið. Oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, Eyþór Arnalds, situr jafnframt í stjórn Orkuveitunnar. Hann vill taka málið upp að nýju. „Það er ekki spurning að menn eiga að skoða þetta upp á nýtt. Það eru breyttar forsendur. Það er ekki bara orkuskortur og þörf á orkuskiptum heldur er orkuöryggi ógnað í Evrópu,“ segir Eyþór. Eyþór Arnalds við Árbæjarstíflu í dag. Hann er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.Arnar Halldórsson Hann fékk raunar samþykkta ályktun í borgarstjórn Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem Orkuveitan er hvött til að kanna til hlítar virkjanamöguleika á starfssvæði sínu og nýta betur grænar orkuauðlindir sínar. „Það hefur verið ákveðin stöðnun. Kannski var fókusinn allur á að ná rekstrinum í lag eftir bankahrunið. En það er náttúrlega löngu búið. Núna er staðan gjörbreytt og Úkraínustríðið kallar á að við endurskoðum okkar orkumál og hættum að flytja inn svona mikið af bensíni og olíu,“ segir Eyþór. En á sama tíma og ráðamenn Orkuveitunnar segja of dýrt að endurræsa Elliðaárstöð standa þeir þar fyrir gerð fjölskyldu- og skemmtigarðs, sem jafnframt er ætlað að vera fræðslusetur, með leiktækjum, leiksviði og kaffihúsi. Steinhleðslur eru einnig veglegar en þarna virðist ætlunin að hafa laugar og rennandi læki og okkur sýndist að þarna væru komin strá í pottum. Eða kannski sefgróður. En skyldi þetta borga sig frekar en raforkuframleiðsla? Forstjóri Orkuveitunnar neitaði hins vegar að gefa upp kostnaðartölur, sagði að þær yrðu birtar þegar þar að kæmi. En telur Eyþór þetta rétta forgangsröðun hjá Orkuveitunni? „Auðvitað á Orkuveitan fyrst og síðast að sinna orkuöflun og dreifingu, tryggja öryggi og hagstætt verð til neytenda. Ekki endilega að vera sparigrís fyrir Reykjavíkurborg heldur að sinna þjónustu við íbúana. Og endurheimta þetta lón,“ segir Eyþór í viðtali við Árbæjarstíflu í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Veitingastaðir Tengdar fréttir Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16