Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 20:26 Hrönn segist ekki með góðri samvisku geta starfað áfram á bráðamóttöku. Vísir Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. Hrönn birti á laugardag uppsagnarbréf sitt á Facebook, sem vakið hefur talsverða athygli. Hún sagðist gera það í von um að vekja athygli á ástandinu og að ráðamenn bregðist við versnandi stöðu. Hrönn segist í samtali við fréttastofu ekki eini hjúkrunarfræðingurinn sem sagt hefur upp störfum á bráðamóttökunni undanfarnar vikur. Þær hafi verið tvær sem sögðu upp 30. apríl og nokkrir hafi sagt upp 1. mars, þó hún viti ekki ástæðuna að baki uppsögnum hinna hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðinga vanti þó í mörg stöðugildi á bráðamóttökunni núna. „Á [bráðamóttökunni] eru hjúkrunarfræðingar ábyrgir fyrir inniliggjandi sjúklingum sem allir þurfa á hjúkrun að halda samtímis sem það koma nýir sjúklingar sem þurfa á bráðri hjúkrun og læknisskoðun að halda,“ skrifar Hrönn í Facebook-færslunni. Vegna fjölda inniliggjandi sjúklinga og stöðugs flæðis nýrra sjúklinga þurfi að forgangsraða verkefnum og það komi niður á öryggi sjúklinganna. „Eftir að hafa unnið í mörg ár á bráðamóttöku er ég vön því að forgangsraða en ástandið á BMT er, eins og staðan er núna, að mínu mati óásættanlegt og ég tel að sú forgangsröðun sem þar þarf að gera stefni sjúklingunum í hættu.“ Hún segist meðvituð um að þessar fréttir séu ekkert nýtt fyrir mögrum og Íslendingar hafi lengi barist fyrir bættu ástandi. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að hætta störfum á BMT þar sem ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum þegar ég hef ekki möguleika á að gera það sem þarf fyrir mína sjúklinga. Að gera mitt besta í ómögulegum aðstæðum nægir ekki,“ skrifar Hrönn. „Ég vil geta nýtt kunnáttu mína og hæfni sem ég hef eftir áralangt starf á bráðamóttöku og framhaldsnám í bráðahjúkrun en sé ekki hvernig ég á að geta það eins og staðan er.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Hrönn birti á laugardag uppsagnarbréf sitt á Facebook, sem vakið hefur talsverða athygli. Hún sagðist gera það í von um að vekja athygli á ástandinu og að ráðamenn bregðist við versnandi stöðu. Hrönn segist í samtali við fréttastofu ekki eini hjúkrunarfræðingurinn sem sagt hefur upp störfum á bráðamóttökunni undanfarnar vikur. Þær hafi verið tvær sem sögðu upp 30. apríl og nokkrir hafi sagt upp 1. mars, þó hún viti ekki ástæðuna að baki uppsögnum hinna hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðinga vanti þó í mörg stöðugildi á bráðamóttökunni núna. „Á [bráðamóttökunni] eru hjúkrunarfræðingar ábyrgir fyrir inniliggjandi sjúklingum sem allir þurfa á hjúkrun að halda samtímis sem það koma nýir sjúklingar sem þurfa á bráðri hjúkrun og læknisskoðun að halda,“ skrifar Hrönn í Facebook-færslunni. Vegna fjölda inniliggjandi sjúklinga og stöðugs flæðis nýrra sjúklinga þurfi að forgangsraða verkefnum og það komi niður á öryggi sjúklinganna. „Eftir að hafa unnið í mörg ár á bráðamóttöku er ég vön því að forgangsraða en ástandið á BMT er, eins og staðan er núna, að mínu mati óásættanlegt og ég tel að sú forgangsröðun sem þar þarf að gera stefni sjúklingunum í hættu.“ Hún segist meðvituð um að þessar fréttir séu ekkert nýtt fyrir mögrum og Íslendingar hafi lengi barist fyrir bættu ástandi. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að hætta störfum á BMT þar sem ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum þegar ég hef ekki möguleika á að gera það sem þarf fyrir mína sjúklinga. Að gera mitt besta í ómögulegum aðstæðum nægir ekki,“ skrifar Hrönn. „Ég vil geta nýtt kunnáttu mína og hæfni sem ég hef eftir áralangt starf á bráðamóttöku og framhaldsnám í bráðahjúkrun en sé ekki hvernig ég á að geta það eins og staðan er.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Lausnir fyrir bráðamóttökuna Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. 12. apríl 2022 14:30
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19