Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2022 19:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir hækkandi stýrivexti koma sér mjög illa fyrir heimilin í landinu. Vísir/Arnar Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“ Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“
Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58
Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03