Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2022 19:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir hækkandi stýrivexti koma sér mjög illa fyrir heimilin í landinu. Vísir/Arnar Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“ Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“
Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58
Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03