Þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 13:31 Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða fyrrverandi stjúpdóttur sinni og brotaþola 2,5 milljónir króna í bætur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 27. apríl síðastliðinn. Fram kemur í dómi að í maí 2019 hafi barnaverndarnefnd farið fram á lögreglurannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni sem var þá þrettán ára gömul. Fram kom í bréfinu að tilkynning hefði borist frá móður vinkonu stúlkunnar, en stúlkan hafði þá sagt vinkonu sinni frá því að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega í fjögur ár. Kom inn til hennar á nóttunni og lét hana snerta sig Skýrsla var tekin af súlkunni í Barnahúsi síðar sama mánuð þar sem hún greindi frá því að stjúpfaðirinn kæmi inn til hennar á næturnar, snerti hana og léti hana snerta hann. Hún svæfi alltaf í nærfötum og náttfötum en hann snerti hana undir fötunum og læti hana snerta á honum typpið. Stúlkan greindi jafnframt frá því í skýrslutökunni að þetta hefði fyrst gerst þegar hún var ellefu eða tólf ára. Hún léti oft sem hún væri sofandi þegar hann kæmi inn til hennar. Frá því að hann hefði komið inn til hennar í fyrsta sinn hafi hún ekki treyst honum og talaði varla við hann lengur. Þá hefði hann eitt sinn farið að gráta og lofað að snerta hana ekki aftur en hann hefði ekki staðið við það. Sömuleiðis að hann gerði þetta ekki við hana þær helgar sem stjúpsystir hennar væri hjá þeim, en hún gisti í sama herbergi og stúlkan. „Eitt atvik hefði verið það versta en þá hefði ákærði látið hana snerta typpið á sér og á meðan hefði hann snert brjóst hennar og svo hefði hann sett typpið í munn hennar. Hún hefði verið mjög hrædd og farið að gráta eftir að hann fór. Innt eftir því hvernig typpið á honum væri þegar hann léti hana snerta það sagði brotaþoli að það væri stórt og hart og hann léti hana snerta það með því að ýta fram og til baka,“ segir í dómnum. Hafði sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun frá barnæsku Við yfirheyrslu neitaði stjúpfaðirinn sök og sagðist einungis hafa farið inn í herbergi stúlkunnar til þess að setja síma hennar í hleðslu og opna glugga en aldrei á nóttunni. Tekin var skýrsla af fjölda vitna sem studdu framburð stúlkunnar og niðurstöður úr sálfræðimati sem studdu hann sömuleiðis. Flest vitna voru vinkonur hennar, sem hún hafði sagt frá hvað væri í gangi. Þá kom fram í vitnisburði móður stúlkunnar að stjúpfaðirinn, sambýlismaður móðurinnar, hafi sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun. Hann hafi sagt henni að hann hafi gert það frá unga aldri og verið í sálfræðimeðferð af frumkvæði foreldra hans. Hann hafi sömleiðis sótt meðferðarfundi fyrir kynlífsfíkla og endurtekið haldið fram hjá henni. Vegna alvarleika brotanna mat dómurinn svo að ekki bæri að skilyrðisbinda dóminn. Rannsókn málsins hafi hins vegar verið að mestu lokið árið 2019 en málið ekki sent héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2021 og ákæra gefin út í desember. Því hafi hæfileg refsing verið metin þrjú ár í fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 27. apríl síðastliðinn. Fram kemur í dómi að í maí 2019 hafi barnaverndarnefnd farið fram á lögreglurannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni sem var þá þrettán ára gömul. Fram kom í bréfinu að tilkynning hefði borist frá móður vinkonu stúlkunnar, en stúlkan hafði þá sagt vinkonu sinni frá því að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega í fjögur ár. Kom inn til hennar á nóttunni og lét hana snerta sig Skýrsla var tekin af súlkunni í Barnahúsi síðar sama mánuð þar sem hún greindi frá því að stjúpfaðirinn kæmi inn til hennar á næturnar, snerti hana og léti hana snerta hann. Hún svæfi alltaf í nærfötum og náttfötum en hann snerti hana undir fötunum og læti hana snerta á honum typpið. Stúlkan greindi jafnframt frá því í skýrslutökunni að þetta hefði fyrst gerst þegar hún var ellefu eða tólf ára. Hún léti oft sem hún væri sofandi þegar hann kæmi inn til hennar. Frá því að hann hefði komið inn til hennar í fyrsta sinn hafi hún ekki treyst honum og talaði varla við hann lengur. Þá hefði hann eitt sinn farið að gráta og lofað að snerta hana ekki aftur en hann hefði ekki staðið við það. Sömuleiðis að hann gerði þetta ekki við hana þær helgar sem stjúpsystir hennar væri hjá þeim, en hún gisti í sama herbergi og stúlkan. „Eitt atvik hefði verið það versta en þá hefði ákærði látið hana snerta typpið á sér og á meðan hefði hann snert brjóst hennar og svo hefði hann sett typpið í munn hennar. Hún hefði verið mjög hrædd og farið að gráta eftir að hann fór. Innt eftir því hvernig typpið á honum væri þegar hann léti hana snerta það sagði brotaþoli að það væri stórt og hart og hann léti hana snerta það með því að ýta fram og til baka,“ segir í dómnum. Hafði sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun frá barnæsku Við yfirheyrslu neitaði stjúpfaðirinn sök og sagðist einungis hafa farið inn í herbergi stúlkunnar til þess að setja síma hennar í hleðslu og opna glugga en aldrei á nóttunni. Tekin var skýrsla af fjölda vitna sem studdu framburð stúlkunnar og niðurstöður úr sálfræðimati sem studdu hann sömuleiðis. Flest vitna voru vinkonur hennar, sem hún hafði sagt frá hvað væri í gangi. Þá kom fram í vitnisburði móður stúlkunnar að stjúpfaðirinn, sambýlismaður móðurinnar, hafi sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun. Hann hafi sagt henni að hann hafi gert það frá unga aldri og verið í sálfræðimeðferð af frumkvæði foreldra hans. Hann hafi sömleiðis sótt meðferðarfundi fyrir kynlífsfíkla og endurtekið haldið fram hjá henni. Vegna alvarleika brotanna mat dómurinn svo að ekki bæri að skilyrðisbinda dóminn. Rannsókn málsins hafi hins vegar verið að mestu lokið árið 2019 en málið ekki sent héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2021 og ákæra gefin út í desember. Því hafi hæfileg refsing verið metin þrjú ár í fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira