Fær bætur eftir að hafa slasast við fall úr gölluðum hárgreiðslustól Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 09:51 Slysið varð árið 2017 þegar konan var að hagræða sér í stólnum og armurinn brotnaði. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofu eftir að viðskiptavinur stofunnar slasaðist eftir að hafa fallið úr stól á stofunni og á gólfið. Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira