Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2022 12:00 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti H-listans í Vestmanneyjum segir gagnrýni sína á sölu Íslandsbanka snúast um að aðferðafræðinni sem var beitt hafi ekki verið í lagi. Vísir/Bjarni Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36