Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Árni Sæberg, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. maí 2022 07:40 Úkraínuforseti sagði í dag að hundrað manna hópur væri á leið frá Azovstal-stálverinu í Maríupol á svæði undir stjórn Úkraínumanna. Ap Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira