Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2022 18:48 Audrey Padgett starfsmaður Sea Life-sjóðsins og framkvæmdastjóri Sædýrasafnsins í Vestmanneyjum með Liltu grá og Litlu hvít. Vísir/Bjarni Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít hafa nú búið í Vestmannaeyjum í þrjú ár en þær komu hingað frá Sjanghæ í Kína. Þær hafa síðustu mánuði verið í innilaug í Sædýrasafni Vestmanneyja. Sérstök umönnunarlaug hefur verið hönnuð fyrir systurnar svo þær eigi auðveldara með að aðlagast náttúrulegu umhverfi í sjónum en til stendur að koma þeim endanlega fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Laugin var smíðuð í landi en dráttarbátur dró hana til Vestmannaeyja í vikunni. Mjaldrasysturnar hafa áður verið í Klettsvík en Litla Hvít áttu erfitt með að aðlagast lífinu þar og þær fluttu því tímabundið í innilaug í Sædýrasafni Vestmannaeyja. Audrey Padgett starfsmaður Sea Life-sjóðsins og framkvæmdastjóri Sædýrasafnsins í Vestmanneyjum segir að þeim systrum heilsist vel. Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Eins og þið sjáið dafna þær mjög vel. Þær bíða aðeins þess að við ljúkum smíðavinnu í Klettsvík. Þær flytja svo aftur í athvarfið strax og vinnu lýkur,“ segir Audrey. Audrey segir að nú þegar hafi um 20 þúsund manns heimsótt systurnar á hverju ári og vonar að margir komi á næstu mánuðum. „Ég vona það sannarlega. Það lítur út fyrir fallegt sumar. Takmarkanir á ferðaþjónustunni vegna covid eru að hverfa. Við vonumst því til að bjóða mikinn fjölda fólks hingað í gestamiðstöðina í sumar,“ segir Audrey. Það er ekki á hverjum degi sem fréttamaður verður jafn stjörnustjarfur og þegar hann hitti Mjaldrasysturnar í Vestmannaeyjum.Vísir/Bjarni Dýr Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít hafa nú búið í Vestmannaeyjum í þrjú ár en þær komu hingað frá Sjanghæ í Kína. Þær hafa síðustu mánuði verið í innilaug í Sædýrasafni Vestmanneyja. Sérstök umönnunarlaug hefur verið hönnuð fyrir systurnar svo þær eigi auðveldara með að aðlagast náttúrulegu umhverfi í sjónum en til stendur að koma þeim endanlega fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Laugin var smíðuð í landi en dráttarbátur dró hana til Vestmannaeyja í vikunni. Mjaldrasysturnar hafa áður verið í Klettsvík en Litla Hvít áttu erfitt með að aðlagast lífinu þar og þær fluttu því tímabundið í innilaug í Sædýrasafni Vestmannaeyja. Audrey Padgett starfsmaður Sea Life-sjóðsins og framkvæmdastjóri Sædýrasafnsins í Vestmanneyjum segir að þeim systrum heilsist vel. Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Eins og þið sjáið dafna þær mjög vel. Þær bíða aðeins þess að við ljúkum smíðavinnu í Klettsvík. Þær flytja svo aftur í athvarfið strax og vinnu lýkur,“ segir Audrey. Audrey segir að nú þegar hafi um 20 þúsund manns heimsótt systurnar á hverju ári og vonar að margir komi á næstu mánuðum. „Ég vona það sannarlega. Það lítur út fyrir fallegt sumar. Takmarkanir á ferðaþjónustunni vegna covid eru að hverfa. Við vonumst því til að bjóða mikinn fjölda fólks hingað í gestamiðstöðina í sumar,“ segir Audrey. Það er ekki á hverjum degi sem fréttamaður verður jafn stjörnustjarfur og þegar hann hitti Mjaldrasysturnar í Vestmannaeyjum.Vísir/Bjarni
Dýr Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira