Samtakamáttur og baráttuandi kennara er mikill Magnús Þór Jónsson skrifar 30. apríl 2022 12:31 Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Magnús Þór Jónsson Verkalýðsdagurinn Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll textann um maísólina sem rís, vonina sem hún færir og þau hughrif sem geislar hennar veita samstöðuviljanum. Það er auðvitað engin tilviljun að ljóð Halldórs Laxness er fastur liður í samkomum á alþjóðlegum baráttudegi launafólks þann 1. maí enda ljóðlínurnar meitlaðar í þeirra vitund. Þó að ljóðið sé vissulega orðið nokkurra áratuga gamalt þá talar það enn inn í íslenskt samfélag og er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu hvers tíma. Því að þrátt fyrir að mikill ávinningur hafi orðið í kjarabaráttu launafólks frá því að fyrsta íslenska kröfugangan var haldin árið 1923 þá eru enn ærin verkefni fyrir höndum og mikilvægi samstöðunnar og baráttuviljans hefur ekkert dvínað. Hjá okkur kennurum hefur baráttan verið þyrnum stráð og kostað blóð, svita og tár. Sagan okkar geymir átök í tengslum við satt að segja nær alla okkar kjarasamninga þó ekki hafi þeim öllum fylgt verkfallsátök eða viðlíka vinnumatsaðgerðir. Þegar þessi orð eru rituð er blek á nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara nýþornað og ekki er langt síðan undirritaðir voru samningar við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum en enn hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi við stjórnendafélög leik- og grunnskóla innan KÍ. Í öllum þessum samningum hafa lítil skref verið tekin í átt að bættum kjörum kennara en við vitum öll að enn er langt í land með að við náum þeim áföngum á leiðinni sem lengi hefur verið sveiflað að væri handan horns og í raun eru óuppfyllt loforð sem hanga yfir samskiptum okkar við viðsemjendur okkar, ríki og sveitarfélög. Loforð um jöfnun launa sem fylgdu jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 eru þar stærst. Sú sjálfsagða krafa að sérfræðingastéttin kennarar sé með launakjör sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði var það ár sett í farveg sem enn hefur ekki skilað af sér neinu sem hönd á festir og það er einfaldlega þannig að tími funda, rannsókna og skýrslna er liðinn og kominn er tími á að taka þau skref sem lofað hefur verið að muni verða tekin. Við höfum tekið á okkur þann hlut sem okkur var ætlað og nú er komið að því að vinnuveitandinn taki sín skref. Þeir kjarasamningar sem að gerðir hafa verið að undanförnu hafa allir átt það sammerkt að þeir fylgja svonefndum lífskjarasamningi, en sá rennur út snemma árs 2023, eða á þeim tíma þar sem flestir okkar samningar renna líka út. Það er því okkur öllum ljóst að fram undan eru lykiltímar í kjarabaráttu kennara enn á ný. Í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga mátti öllum vera ljóst að samtakamáttur og baráttuandi kennarastéttarinnar er mikill. Við höfum unnið enn eitt stórvirkið síðustu ár þar sem við náðum betri árangri í varnarbaráttu menntunar í heimsfaraldri en annars staðar í heiminum og erum tilbúin að nýta þá reynslu til að verða enn betri í störfum okkar, öllum börnum til heilla. Ég treysti því að viðsemjendur okkar standi við að þau fallegu orð sem okkur voru færð í þeirri baráttu og hafi í raun réttri sýnt þeim fram á mikilvægi kennarastéttarinnar fyrir íslenskt samfélag og tryggi henni þann aðbúnað sem hún þarf í störfum sínum. Vissulega kemur ýmislegt þar inn í en stærsti þátturinn eru að sjálfsögðu launakjör stéttarinnar og þá einfaldlega að gefin loforð verði efnd. Eins og nefnt hefur verið í umræðum kennara víða í vetur, núna er næst. Sá tími er kominn! Við skulum taka þátt í viðburðum baráttudags launafólks nú á sunnudaginn. Með því heiðrum við baráttu þeirra sem á undan okkur hafa gengið og þjöppum okkur líka saman fyrir komandi verkefni, við ætlum að bera saman fána þessa framtíðarlands! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun