„Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið!“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 13:30 Darija Zecevic fagnar eftir eina af mörgum markvörslum sínum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Hún verður áfram í marki Stjörnunnar á næstu leiktíð. Stöð 2 Sport/Stjarnan „Darija Zecevic, hún elskar að spila í Vestmannaeyjum,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld þegar talið barst að hetju Stjörnunnar í sigrinum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira