Fjárfestum markvisst í hverfum Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson skrifa 29. apríl 2022 10:30 Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun