Munu þín börn læra tæknilæsi? Sara Dögg Svanhildardóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 29. apríl 2022 07:00 Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Menntadagur atvinnulífsins fór fram nýverið með yfirskriftinni Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Afar spennandi erindi voru á dagskrá þar sem spjótum var beint að menntakerfinu okkar og spurt hvernig menntakerfið okkar ætlar að mæta þeirri færni sem nú þegar eru gerðar kröfur um í atvinnulífinu, hvar sem við stígum niður fæti. Leik- og grunnskólastig var þar engin undantekning því í raun er það mikilvægast að öllu að hefja þessa færniþjálfun sem allra fyrst til þess að tæknilæsi þjóðar verði að veruleika. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. En hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig ætlum við í Garðabæ að haga þessum umbreytingu inn í okkar skólum? Eða er það utan dagskrár? Eigum við ekki að setja tæknilæsi rækilega á dagskrá fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar? Við höfum einfaldlega ekki efni á því að ætla að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun. Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn, þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. Og okkar sveitarstjórnarfólks, því allt snýst þetta á endanum um pólitískar ákvarðanir hvernig skattfé íbúanna er varið. En tækniþróun og uppfærsla hennar inn í skólakerfið okkar kostar. Því miður er ekki hægt að þráast við og ætla þessari tæknibreytingu að eiga sér stað innan skólakerfisins okkar án sérstakst fjárhagslegs stuðning. Svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Garðabær og tæknimenntun Garðabær hóf sína vegferð fyrir margt löngu síðan og þótti framarlega á sviði tæknimenntunar þegar forritunarkennsla var tekin inn í skólana. En hvernig hefur þróunin verið? Hvernig hefur sveitarfélagið stutt við þessa framsýnu vegferð? Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Við þurfum að gera betur. Við höfum kraftinn og viljann í kennarahópnum okkar og megum ekki vera þeim frekari hindrnu. Tökum stór skref, tökum upp þráðinn og gefum í. Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun