Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2022 19:23 Rússar sækja fram í austur- og suðurhluta Úkraínu og eyða heilu þorpunum. Þeir hafa til að mynda valdið miklu tjóni í Zaporizhzhia sem er skammt frá Mariupol. AP/Francisco Seco Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20