Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2022 19:23 Rússar sækja fram í austur- og suðurhluta Úkraínu og eyða heilu þorpunum. Þeir hafa til að mynda valdið miklu tjóni í Zaporizhzhia sem er skammt frá Mariupol. AP/Francisco Seco Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent