Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2022 19:23 Rússar sækja fram í austur- og suðurhluta Úkraínu og eyða heilu þorpunum. Þeir hafa til að mynda valdið miklu tjóni í Zaporizhzhia sem er skammt frá Mariupol. AP/Francisco Seco Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20