Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2022 19:23 Rússar sækja fram í austur- og suðurhluta Úkraínu og eyða heilu þorpunum. Þeir hafa til að mynda valdið miklu tjóni í Zaporizhzhia sem er skammt frá Mariupol. AP/Francisco Seco Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent