Sköpum pláss fyrir mannlíf Birkir Ingibjartsson skrifar 28. apríl 2022 18:00 Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skipulag Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í miðborginni síðustu ár, við Hverfisgötu, Hafnartorg og Austurhöfn og víðar. Þá eru ótalin fyrirhuguð uppbyggingarsvæði í jaðri miðborgarinnar. Má þar nefna uppbyggingu Nýs Landspítala, þróun svæðis Háskóla Íslands, Vesturbugt, Héðinsreit og stjórnarráðsreitinn við Skúlagötuna. Allt reitir sem munu í raun stækka miðborgina en einnig ramma inn elsta hluta hennar. Að tryggja gott aðgengi inn í miðborgina og innan hennar verður því sífellt meiri áskorun, ekki síst þegar minnst skilvirki samgöngumátinn, einkabíllinn, fær eins mikið pláss til yfirráða og hann gerir í dag. Við getum verið stolt af því að eiga loks okkar eigin göngugötu en víða um heim eru borgir að taka enn stærri skref í þá átt að skilgreina stór bíllaus svæði innan borgarmarkanna. Ekki síst á þetta við um elstu kjarna þessara borga, svæði sem byggðust upp á forsendum hins gangandi vegfaranda og voru mörg bíllaus í tugi ef ekki hundruð ára áður en bílnum var gefið þar tækifæri. Við eigum að fylgja fordæmi nágrannaborga okkar og taka af skarið með að skilgreina stærri svæði innan miðborgar Reykjavíkur þar sem virkir ferðamátar og almenningssamgöngur njóta skýrs forgangs. Þá á ég ekki við að við bönnum umferð bíla með öllu heldur búum þannig um hnútana að umhverfið sé hannað á forsendum fólksins í borginni en ekki bílsins. Þannig var þetta hér áður fyrr. Kvosin, hornsteinn borgarbyggðar á Íslandi, byggðist að stærstu leyti upp áður en bíllinn kom til skjalanna. Það sama má segja um Laugaveg, Lækjargötu og fleiri götur í miðborginni. Breyttum aðstæðum þarf að mæta með nýjum lausnum. Auknum fólksfjölda í miðborginni þarf að svara með öflugum almenningssamgöngum sem íbúar, gestir og fólk sem starfar í miðborginni geta treyst á. Þar kemur Borgarlínan til skjalanna sem lang skilvirkasti samgöngumátinn. Bæði hvað rýmisnotkun varðar en ekki síst fjölda farþega sem hún getur borið. Borgarlínan mun þannig minnka þörfina á umferð bíla inn í miðborgina sem temprar óþarfa bílaumferð á svæðinu. Í því felast tækifæri til skilgreina stærri svæði þar sem bíllinn er víkjandi sem gefur færi á að bæta öryggi og upplifun þess vaxandi hóps gangandi vegfarenda sem fer um miðborgina á hverjum degi. Götur borgarinnar eru vettvangur mannlífsins sama í hvaða erindagjörðum við erum. Hvort sem við erum íbúar, ferðamenn, störfum í miðborginni eða erum einfaldlega að fá okkur einn kaldan á Austurvelli. Gatan er okkar sameiginlega rými og því meira pláss sem mannlífið fær til umráða því skemmtilegra. Það er fólkið í borginni sem vekur áhuga okkar og athygli, ekki bílarnir. Við eigum að taka þeim umbreytingum sem eru að verða á umhverfi borgarinnar fagnandi. Horfa til langs tíma og nýta tækifærið sem fylgir fyrirhuguðum framkvæmdum við Borgarlínu til að betrumbæta borgarumhverfið í átt til grænni framtíðar. Við eigum að forgangsraða nýtingu almannarýmisins í þágu mannlífsins og endurhugsa borgarrými sem bíllinn hefur einokað í lengri tíma. Er til dæmis einhver sem saknar bílastæðanna á Óðinstorgi, framan við Tollhúsið eða á Ingólfstorgi, sem eldri kynslóðir þekktu sem Hallærisplanið. Þar stóðu áður bílar hreyfingarlausir yfir daginn en í dag förum við þangað til að fá okkur ís, drekka hvítvín með vinkonum eða á skauta fyrir jólin. Þar er núna pláss fyrir mannlíf. Höfundur er arkitekt og skipar 8. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun