Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2022 13:56 Steikjandi hiti hefur leikið íbúa í Delí grátt. Getty/Raj K Raj Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira