Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2022 13:56 Steikjandi hiti hefur leikið íbúa í Delí grátt. Getty/Raj K Raj Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira