Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. apríl 2022 06:35 Úkraínskur öryggisvörður hleypur af stað eftir að hafa heyrt sprengingar í Kænugarði. AP/Emilio Morenatti Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“