Ráðningarstyrkur Reykjavíkurborgar Þórður Gunnarsson skrifar 27. apríl 2022 17:31 Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Þórður Gunnarsson Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar