Íþróttir yngstu barnanna eiga að vera gjaldfrjálsar í Kópavogi Sverrir Kári Karlsson skrifar 27. apríl 2022 11:01 Jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs eru okkur Framsókn í Kópavogi mjög hugleikin og að okkar mati forgangsmál. Það var jú Framsókn sem á sínum tíma kom frístundastyrknum á laggirnar og þykir hafa heppnast vel í þágu jöfnuðar og forvarna. En hvers vegna að láta staðar numið hér? Það er mikilvægt að taka stöðuna, endurmeta og halda umræðunni áfram um hvort mögulega sé hægt að jafna tækifærin enn frekar. Við vitum að þörfin fyrir framþróun í þessum málum er sannarlega til staðar. Með hækkandi kostnaði íþróttafélaga, t.d. vegna launakostnaðar, sjáum við að hér getum við gert betur þegar kemur að stuðningi sveitarfélagsins við iðkendur íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi. Það er skylda okkar sem njótum þess trausts að fá að starfa í stjórnmálum, að þróast og halda sífellt áfram að leita allra leiða til að gera betur. Við hjá Framsókn höfum einmitt gert það eins og dæmin sýna og það er nákvæmlega það sem við ætlum að halda áfram að gera. Gefum nýjum hugmyndum tækifæri, setjum nýsköpun í forgrunn og gerum enn betur. Framsókn í Kópavogi metur sem svo að nú sé rétt að stíga næsta skref. Við viljum leiða innleiðingu nýrrar nálgunar bæjarfélagsins, eins og við leiddum innleiðingu frístundastyrkjarins, og leggja línurnar í góðu samstarfi við hagsmunaaðila, á þann hátt að íþrótta- og tómstundastarf yngsta stigs iðkenda 9 ára og yngri verði gert gjaldfrjálst. Þessi viðbót við annars gott frístundastyrkjarkerfi, er okkar leið til að jafna tækifæri barna enn frekar á sviði íþrótta- og tómstunda sem og að sýna það bæði í orði og á borði að hagur fjölskyldna og barna í Kópavogi, er í okkar augum, augljóst forgangsmál. Höldum áfram að vinna að jöfnun tækifæra barna og styðjum við fjölskyldur í Kópavogi - vegna þess að við getum það. Höfundur er verkfræðingur/sviðsstjóri og frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Íþróttir barna Kópavogur Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna til íþrótta- og tómstundastarfs eru okkur Framsókn í Kópavogi mjög hugleikin og að okkar mati forgangsmál. Það var jú Framsókn sem á sínum tíma kom frístundastyrknum á laggirnar og þykir hafa heppnast vel í þágu jöfnuðar og forvarna. En hvers vegna að láta staðar numið hér? Það er mikilvægt að taka stöðuna, endurmeta og halda umræðunni áfram um hvort mögulega sé hægt að jafna tækifærin enn frekar. Við vitum að þörfin fyrir framþróun í þessum málum er sannarlega til staðar. Með hækkandi kostnaði íþróttafélaga, t.d. vegna launakostnaðar, sjáum við að hér getum við gert betur þegar kemur að stuðningi sveitarfélagsins við iðkendur íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi. Það er skylda okkar sem njótum þess trausts að fá að starfa í stjórnmálum, að þróast og halda sífellt áfram að leita allra leiða til að gera betur. Við hjá Framsókn höfum einmitt gert það eins og dæmin sýna og það er nákvæmlega það sem við ætlum að halda áfram að gera. Gefum nýjum hugmyndum tækifæri, setjum nýsköpun í forgrunn og gerum enn betur. Framsókn í Kópavogi metur sem svo að nú sé rétt að stíga næsta skref. Við viljum leiða innleiðingu nýrrar nálgunar bæjarfélagsins, eins og við leiddum innleiðingu frístundastyrkjarins, og leggja línurnar í góðu samstarfi við hagsmunaaðila, á þann hátt að íþrótta- og tómstundastarf yngsta stigs iðkenda 9 ára og yngri verði gert gjaldfrjálst. Þessi viðbót við annars gott frístundastyrkjarkerfi, er okkar leið til að jafna tækifæri barna enn frekar á sviði íþrótta- og tómstunda sem og að sýna það bæði í orði og á borði að hagur fjölskyldna og barna í Kópavogi, er í okkar augum, augljóst forgangsmál. Höldum áfram að vinna að jöfnun tækifæra barna og styðjum við fjölskyldur í Kópavogi - vegna þess að við getum það. Höfundur er verkfræðingur/sviðsstjóri og frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar