Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. apríl 2022 23:31 Stórstjarnan Johnny Depp hefur þegar misst hlutverk í tveimur bíómyndum eftir að réttarhöldin komust á dagskrá og ljóst er að ferillinn hans hefur beðið óafturkræfa hnekki. AP Photo/Steve Helber Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. Umfjöllun fjölmiðla um réttarhöldin eru orðin að vinsælli dægradvöl um allan heim, enda bjóða þau upp á öll helstu innihaldsefni góðrar sögu: Frægt og fallegt fólk, kynlíf, glæpi og refsingu. Leikaraparið kynntist árið 2009 við tökur á kvikmyndinni Rum Diaries. Þau giftu sig 2015, en skildu rúmu ári síðar og var sá skilnaður frekar subbulegur. Árið 2018 skrifaði Heard grein í Washington Post þar sem hún lýsir ofbeldi af hálfu ónafngreinds manns, sem augljóslega var Johnny Depp, og upphófst þar með mikið stríð með lögsóknum, stríðsfyrirsögnum og forsíðufréttum - sem stendur enn. Ásakanir um ofbeldi á víxl Yfirstandandi réttarhöld snúast um lögsókn Depp gegn Heard vegna greinarinnar, þar sem hann er sakaður um ofbeldi sem hann segist saklaus af. Honum hafði áður mistekist að sækja málið fyrir breskum dómstólum. Eins og gerist gjarnan í svona málum, þá eru báðar stjörnurnar neyddar til að bera öll leyndarmál sín á torg og heldur ókræsilegar beinagrindur koma flæðandi út úr skápunum. Þau saka hvort annað um ofbeldi, ferill þeirra beggja hefur boðið óafturkræfa hnekki. Drekkja, brenna og passa svo að hún sé dauð Síðan hafa enn fleiri stjörnur dregist inn í málið, eins og Hollywoodleikarinn Paul Bettany, sem Depp átti í heldur ósmekklegum sms-samskiptum við árið 2013. Lögmaður Heard las hluta skilaboðanna upp fyrir dómi. Rottenborn: „Brennum Amber!!! Þrjú upphrópunarmerki. Sérðu þetta?“ Depp: „Ég sé þetta.“ Rottenborn: „Svo skrifarðu meira eftir þetta. Ég vil biðjast afsökunar á orðfærinu sem ég þarf að nota í dag, því miður eigum við eftir að sjá mikið af gögnum með svona orðanotkun,“ segir J. Benjamin Rottenborn, lögmaður Heard. „Svo segirðu: Drekkjum henni áður en við brennum hana. Svo segirðu: Ég ætla að ríða brenndu líkinu á eftir til að ganga úr skugga um að hún sé dauð. Og þú skrifaðir þetta um konuna sem þú áttir svo eftir að giftast?“ Depp: „Já, ég gerði það.“ Bettany virðist hafa reynt að draga í land í samskiptunum og segir, að því er virðist í léttum tón, að þeir ættu nú að láta vera að brenna Amber. Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. 19. apríl 2022 13:46 Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Amber Heard eignaðist dóttur Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar. 1. júlí 2021 23:26 Stefnir í einn dýrasta skilnaðinn í Hollywood Skilnaður Kim Kardashian og Kanye West er yfirvofandi eins og miðlar um heim allan greina frá. 6. janúar 2021 15:30 Johnny Depp segir skilið við Fantastic Beasts Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. 6. nóvember 2020 21:27 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Umfjöllun fjölmiðla um réttarhöldin eru orðin að vinsælli dægradvöl um allan heim, enda bjóða þau upp á öll helstu innihaldsefni góðrar sögu: Frægt og fallegt fólk, kynlíf, glæpi og refsingu. Leikaraparið kynntist árið 2009 við tökur á kvikmyndinni Rum Diaries. Þau giftu sig 2015, en skildu rúmu ári síðar og var sá skilnaður frekar subbulegur. Árið 2018 skrifaði Heard grein í Washington Post þar sem hún lýsir ofbeldi af hálfu ónafngreinds manns, sem augljóslega var Johnny Depp, og upphófst þar með mikið stríð með lögsóknum, stríðsfyrirsögnum og forsíðufréttum - sem stendur enn. Ásakanir um ofbeldi á víxl Yfirstandandi réttarhöld snúast um lögsókn Depp gegn Heard vegna greinarinnar, þar sem hann er sakaður um ofbeldi sem hann segist saklaus af. Honum hafði áður mistekist að sækja málið fyrir breskum dómstólum. Eins og gerist gjarnan í svona málum, þá eru báðar stjörnurnar neyddar til að bera öll leyndarmál sín á torg og heldur ókræsilegar beinagrindur koma flæðandi út úr skápunum. Þau saka hvort annað um ofbeldi, ferill þeirra beggja hefur boðið óafturkræfa hnekki. Drekkja, brenna og passa svo að hún sé dauð Síðan hafa enn fleiri stjörnur dregist inn í málið, eins og Hollywoodleikarinn Paul Bettany, sem Depp átti í heldur ósmekklegum sms-samskiptum við árið 2013. Lögmaður Heard las hluta skilaboðanna upp fyrir dómi. Rottenborn: „Brennum Amber!!! Þrjú upphrópunarmerki. Sérðu þetta?“ Depp: „Ég sé þetta.“ Rottenborn: „Svo skrifarðu meira eftir þetta. Ég vil biðjast afsökunar á orðfærinu sem ég þarf að nota í dag, því miður eigum við eftir að sjá mikið af gögnum með svona orðanotkun,“ segir J. Benjamin Rottenborn, lögmaður Heard. „Svo segirðu: Drekkjum henni áður en við brennum hana. Svo segirðu: Ég ætla að ríða brenndu líkinu á eftir til að ganga úr skugga um að hún sé dauð. Og þú skrifaðir þetta um konuna sem þú áttir svo eftir að giftast?“ Depp: „Já, ég gerði það.“ Bettany virðist hafa reynt að draga í land í samskiptunum og segir, að því er virðist í léttum tón, að þeir ættu nú að láta vera að brenna Amber.
Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. 19. apríl 2022 13:46 Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Amber Heard eignaðist dóttur Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar. 1. júlí 2021 23:26 Stefnir í einn dýrasta skilnaðinn í Hollywood Skilnaður Kim Kardashian og Kanye West er yfirvofandi eins og miðlar um heim allan greina frá. 6. janúar 2021 15:30 Johnny Depp segir skilið við Fantastic Beasts Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. 6. nóvember 2020 21:27 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49
Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. 19. apríl 2022 13:46
Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19
Amber Heard eignaðist dóttur Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar. 1. júlí 2021 23:26
Stefnir í einn dýrasta skilnaðinn í Hollywood Skilnaður Kim Kardashian og Kanye West er yfirvofandi eins og miðlar um heim allan greina frá. 6. janúar 2021 15:30
Johnny Depp segir skilið við Fantastic Beasts Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. 6. nóvember 2020 21:27
Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16