Fækkar konum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Orri Björnsson skrifar 26. apríl 2022 00:00 Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun