Fjárfestum í leikskólum Auður Brynjólfsdóttir skrifar 24. apríl 2022 17:01 Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar