Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2022 21:05 Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, ásamt Leó Árnasyni (fyrir miðju) og Gylfa Gíslasyni þega Svansvottunin var formlega afhent með merkjunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar. Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira