Dagur jarðar Elín Björk Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 15:00 Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“. Við mannkynið leggjum mjög mikið á jörðina. Við erum frek á auðlindir og göngum almennt illa um, það sést best á því hversu líffræðilegum fjölbreytileika hnignar, hversu mikið við mengum og hversu mikið lofthjúpurinn hefur hlýnað undanfarna öld. Allt þetta má rekja til athafna mannsins. Við getum þó auðveldlega tekið okkur á og ýmsu má enn bjarga. Með því að taka ákvörðun um að lifa vistvænni lífsstíl, nýta betur, nota minna og huga að því hvernig við nýtum landið má ná miklum árangri í náttúru og loftslagsvernd á tiltölulega skömmum tíma. Við Vinstri græn í Reykjavík viljum efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gefa íbúum Reykjavíkur raunverulegt val um vistvænar samgöngur. Þannig drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem ógna loftslaginu, drögum úr umferð og hávaðamengun og svifryksmengun sem er vaxandi vandamál í Reykjavík. Við viljum framfylgja hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, og byggja hraðbrautir fyrir samgönguhjólreiðar sem miða að því að samgönguhjólreiðar verði val fyrir alla borgarbúa. Við viljum fjölga grænum svæðum í borgarlandinu og vernda líffræðilegan fjölbreytileika í náttúru borgarinnar, það getum við til dæmis gert með friðlýsingum svæða s.s. Grafarvogs, Skerjafjarðar og eyjanna í Kollafirði. Gerum útivistarsvæðum borgarinnar hátt undir höfði, sinnum stígagerð og fræðslu og gerum svæðin aðgengileg öllum. Flokkun og endurvinnsla skilar miklum verðmætum á ári hverju, með fjölgun efnisflokka á grenndarstöðvum og aukinni flokkun almennt endurnýtum við takmarkaðar auðlindir jarðar í stað þess að sóa þeim eins og við höfum gert allt of lengi. Líflegt hringrásarhagkerfi verður til þess að við notum minna af auðlindum og nýtum þær betur en áður. Að fjárfesta í jörðinni þýðir fjárfestingar í þeim innviðum sem minnka mengunarálag á jörðinni allri, en þýðir jafnframt að við verðum öll að leggja aðeins á okkur. Engin getur gert allt, en ef við gerum öll eitthvað tekst okkur að klára öll verkefni, líka þau sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganleg. Höfundur er veðurfræðingur og í 3. sæti á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þann 14. maí.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun