Vaktin: Þakklátur Bretum fyrir að opna aftur sendiráð í Kænugarði Atli Ísleifsson, Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 22. apríl 2022 06:19 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kveðst vera þakklátur Bretum eftir að þeir urðu 21. þjóðin til að opna sendiráð sitt í Kænugarði á nýjan leik. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að ræða beint við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, nema ljóst sé að viðræður þeirra muni skila áþreifanlegum niðurstöðum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45