Hafnarfjörður stækkar og blómstrar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 00:02 Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar