Leggja áherslu á samgöngu- og húsnæðismál: „Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. apríl 2022 17:55 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og borgarstjóri, segir stefnu flokksins skýra. Mynd/Berglaug Samfylkingin í Reykjavík kynnti í dag áherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði en helstu áherslumálin eru húsnæðissáttmáli, fjárfestingar í hverfinu, Borgarlína og betri borg fyrir börnin. Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarstjóri, kynnti kosningaáherslur flokksins í Gamla bíó en hann segir stefnuna skýra. Þá sé fólk sammála því að Reykjavík sé á réttri leið með Samfylkinguna í broddi fylkingar. Að hans sögn munu komandi kosningar snúast um hvort nýjar lausnir í samgöngumálum á borð við Borgarlínu nái fram að ganga eða hvort þær stöðvist, hvernig framtíð Miklubrautar og Sæbrautar í stokk verður. Hönnun Borgarlínu sé þegar vel á veg komin og framkvæmdir við hana hefjast innan árs. Þá snúist kosningarnar um hvort uppbygging óhagnaðadrifins húsnæðis haldi áfram. „Hvort við höldum áfram kraftmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eða hvort það verði rifið í handbremsuna með því að dreifa byggð,“ segir Dagur. Í tilkynningu um málið er vísað til þess að nú þegar hafi verið gerðum samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið en nú þurfi húsnæðissáttmála. Samfylkingin vill tvöfalda fyrri áætlanir um uppbyggingu með því að byggja tíu þúsund óbúðir á næstu fimm árum. Takist það verði það met en flokkurinn segir það mögulegt með samstilltu átaki. Það var líf og fjör í Gamla bíó þegar áherslumálin voru kynnt. Mynd/Berglaug Þar að auki verði tekist á um hvort það eigi að fjárfesta í hverfum í formi íþróttamannvirkja, skóla og sundlauga. „Eða hvort allt það fjármagn verði sogað í burtu og sett í að byggja ný hverfi frá grunni utan borgarmarkanna,“ segir Dagur. „Við höfum einbeitt okkur að því á undanförnum árum að byggja upp þétta, líflega og áhugaverða borg fyrir alla Reykvíkinga. Spurningin er hvaða fólki borgarbúar treysta best til að halda áfram á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kosningaáherslurnar má finna í heild sinni hér.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira