Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum Viktor Örn Ásgeirsson, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 21. apríl 2022 07:42 Talið er að hundrað þúsund almennir borgarar séu enn í Mariupol en annar eins fjöldi hefur verið fluttur til Zaporizhzhia á síðustu vikum. AP/Leo Correa Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira