Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 20. apríl 2022 20:31 Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun