Hafnarfjörður – „Fegurri en fegursti fjörður í Kraganum“ Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. apríl 2022 00:02 Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Friðrik Dór Jónsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021, mærir svo sannarlega bæinn sinn í nýja laginu sínu: Þú enda er fátt fallegra en Hafnarfjörður á góðum degi. Hafnarfjörður státar af einstökum bæjarbrag og er þekktur um allt land fyrir öflugt menningar- og listalíf. Sem formaður menningar- og ferðamálanefndar undanfarin fjögur ár hef ég lagt áherslu á að efla menningarlíf bæjarins og bjóða upp á viðburði sem höfða jafnt til Hafnfirðinga sem gesta okkar. Við höfum hvatt listamenn til að finna nýjar leiðir til að koma list sinni á framfæri á tímum Covid og við höfum eflt hvers kyns afþreyingu í bænum. Hafnfirðingar eru margir heimakærir og því duglegir að sækja viðburði í bænum sem og veitingastaði. Á síðasta kjörtímabili reyndum við að leggja aðaláherslu á upplifun í Hafnarfirði og að í bænum væri fjölbreytt úrval af viðburðum og lifandi menningu sem rúmaðist innan fjöldatakmarkana sem voru í gildi á hverjum tíma. Bæjarbragurinn er auðlind Það eru forréttindi að eiga bæði skemmtilegan miðbæ og fjölmargar útivistarperlur í bæjarlandinu sínu. Einnig er mikilvægt að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem sækja viðburði, bæjarhátíðir, veitingastaði, sundlaugar og verslanir. Bæjarbragurinn í Hafnarfirði er mikill auður okkar bæjarbúa. Orkan í miðbænum byggir á gömlum merg og þar er að finna endalaus tækifæri til uppbyggingar. Það er í okkar höndum að grípa tækifærin og standa um leið vörð um miðbæinn. Í tíu manna samkomubanni um jólin 2020 greip menningar- og ferðamálnefnd bæjarins tækifærið og lét lýsa upp Hellisgerði og breyta lystigarðinum okkar í jólaævintýri. Þetta vakti verðskuldaða athygli og fjölmargir nutu þess að ganga um fallega skreyttan garðinn í jólacovidkúlu,, jafnt heimamenn sem gestir þeirra.. Breytingin á garðinum er ein af jákvæðum afleiðingum Covid en sýnir um leið hvað bærinn býður upp á mikla möguleika. Jólin 2021 var fjárfest í skautasvelli sem vakti mikla lukku og var opið samhliða jólaþorpinu og jólaævintýrinu í Hellisgerði. Stuðningur bæjarins við menningu Við höfum séð á síðustu átta árum hvað það skiptir miklu máli að meirihlutinn í bæjarstjórn styðji við sköpun og menningu í bænum. Gott dæmi eru samningar bæjarins við Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið. Bæjarbíó hýsir yfir 180 viðburði á ári og Gaflaraleikhúsið sýnir yfir 200 sýningar. Það var mér sannur heiður að fá að vera viðstödd frumsýningu í Gaflaraleikhúsinu laugardaginn 26. mars á leikritinu Langelstur að eilífu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar tóku þátt í sýningunni sem höfundur, leikari og leikstjóri. Þar af eru tveir sem fengu nafnbótina á þessu kjörtímabili. Á síðustu árum höfum við hækkað fjárveitingar til menningarmála og ég er stolt af því að sjá hversu vel það hefur skilað sér í skemmtilegum bæjarbrag. Fyrr í þessum mánuði veitti bæjarráð sérstakan styrk upp á fimm milljónir króna til að auðga menningarlífið í bænum eftir covid og er búið að auglýsa eftir umsóknum frá listamönnum og viðburðarhöldurum. Ég býð mig fram til áframhaldandi góðra verka fyrir bæinn minn því ég trúi á Hafnarfjörð og ég trúi því að við getum gert ennþá betur. Að setja X við D er það besta fyrir Hafnarfjörð Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, varabæjarfulltrúi og formaður menningar- og ferðamálanefndar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun