Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2022 13:46 Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í dag. AP Photo/Steve Helber Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Mál Depps byggir á grein sem Heard skrifaði fyrir og birtist í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist vera orðin andlit þeirra sem lifðu af heimilisofbeldi. Depp er þar hvergi nefndur á nafn en lögmenn hans segja að í greininni endurtaki Heard ásakanir sem gerðar voru opinberar í skilnaði þeirra árið 2016. Málið er í aðalmeðferð hjá Sýsludómi Fairfax í Virginiu og er nú á annarri viku. Dómari í sýslunni veitti Depp áheyrnarrétt árið 2019 vegna málsins og úrskurðaði svo að hann gæti kært Heard þar sem Washington Post birtist á netinu í sýslunni. Lögmenn Depps sögðu í málflutningi sínum í síðustu viku að Heard hafi eyðilagt mannorð Depps með því að „velja að ljúga upp á hann fyrir eigin gróða.“ Lögmenn Heard halda því hins vegar fram að Depp sé áfengis- og vímuefnasjúklingur sem leiti nú hefndar. Þar að auki hafi Heard skrifað greinina til þess að varpa ljósi á löggjöf um heimilisofbeldi og að hún hafi aldrei nafngreint Depp. Fyrrverandi pararáðgjafi Depp og Heard bar vitni fyrir dómi fyrir helgi þar sem hún sagði allt hafa litið þannig út að bæði beittu hitt ofbeldi. Heard hafi frekað viljað slást við Depp en að skilja við hann og að hún hefði barið Depp til að halda honum í sambandinu. Heard hafi oft barist á móti eftir að Depp hafi gripið til ofbeldisverka. Heard fékk í maí 2016 nálgunarbann á Depp eftir að hún lýsti því að Depp hafi barið hana í andlitið með farsíma. Þegar málið var tekið fyrir af dómstólum á sínum tíma sýndi Heard myndir þar sem greinilegt var að hún væri með marbletti í andliti. Depp hefur neitað því harðlega að hafa nokkurn tíma beitt Heard ofbeldi og segist sjálfur fórnarlamb heimilisofbeldis af hendi Heard. Þetta er annað skiptið sem Depp hefur höfðað mál gegn Heard vegna ásakananna en hann tapaði slíku máli fyrir dómstólum í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Þá höfðaði hann mál gegn News Group Newspapers, sem gefa út breska götublaðið The Sun, eftir að hann var kallaður „heimilisofbeldismaður“ (e. Wife beater) í grein sem birtist á miðlinum árið 2018. Hann tapaði því máli og kom fram í niðurstöðu dómstóla að Sun hafi sýnt fram á næg sönnunargögn sem réttlættu nafngiftina. Lögmenn Depp sögðu í kjölfar þess að dómur féll í málinu gegn Sun að dómarinn hafi stólað of mikið á vitnisburð Heard, sem væri óáreiðanlegt vitni og lygasjúk. Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Mál Depps byggir á grein sem Heard skrifaði fyrir og birtist í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist vera orðin andlit þeirra sem lifðu af heimilisofbeldi. Depp er þar hvergi nefndur á nafn en lögmenn hans segja að í greininni endurtaki Heard ásakanir sem gerðar voru opinberar í skilnaði þeirra árið 2016. Málið er í aðalmeðferð hjá Sýsludómi Fairfax í Virginiu og er nú á annarri viku. Dómari í sýslunni veitti Depp áheyrnarrétt árið 2019 vegna málsins og úrskurðaði svo að hann gæti kært Heard þar sem Washington Post birtist á netinu í sýslunni. Lögmenn Depps sögðu í málflutningi sínum í síðustu viku að Heard hafi eyðilagt mannorð Depps með því að „velja að ljúga upp á hann fyrir eigin gróða.“ Lögmenn Heard halda því hins vegar fram að Depp sé áfengis- og vímuefnasjúklingur sem leiti nú hefndar. Þar að auki hafi Heard skrifað greinina til þess að varpa ljósi á löggjöf um heimilisofbeldi og að hún hafi aldrei nafngreint Depp. Fyrrverandi pararáðgjafi Depp og Heard bar vitni fyrir dómi fyrir helgi þar sem hún sagði allt hafa litið þannig út að bæði beittu hitt ofbeldi. Heard hafi frekað viljað slást við Depp en að skilja við hann og að hún hefði barið Depp til að halda honum í sambandinu. Heard hafi oft barist á móti eftir að Depp hafi gripið til ofbeldisverka. Heard fékk í maí 2016 nálgunarbann á Depp eftir að hún lýsti því að Depp hafi barið hana í andlitið með farsíma. Þegar málið var tekið fyrir af dómstólum á sínum tíma sýndi Heard myndir þar sem greinilegt var að hún væri með marbletti í andliti. Depp hefur neitað því harðlega að hafa nokkurn tíma beitt Heard ofbeldi og segist sjálfur fórnarlamb heimilisofbeldis af hendi Heard. Þetta er annað skiptið sem Depp hefur höfðað mál gegn Heard vegna ásakananna en hann tapaði slíku máli fyrir dómstólum í Bretlandi fyrir tveimur árum síðan. Þá höfðaði hann mál gegn News Group Newspapers, sem gefa út breska götublaðið The Sun, eftir að hann var kallaður „heimilisofbeldismaður“ (e. Wife beater) í grein sem birtist á miðlinum árið 2018. Hann tapaði því máli og kom fram í niðurstöðu dómstóla að Sun hafi sýnt fram á næg sönnunargögn sem réttlættu nafngiftina. Lögmenn Depp sögðu í kjölfar þess að dómur féll í málinu gegn Sun að dómarinn hafi stólað of mikið á vitnisburð Heard, sem væri óáreiðanlegt vitni og lygasjúk.
Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. 13. apríl 2022 11:19
Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23