Óheppilegir atburðir Guðrún Brjánsdóttir skrifar 16. apríl 2022 15:01 Ég var tólf ára þegar Hrunið átti sér stað og þar af leiðandi nokkurn veginn á mörkum þess að vera fær um að átta mig á staðreyndum málsins. Enn man ég þó ýmislegt, til dæmis að fréttatímanum var varpað upp á skjá í matsalnum í skólanum svo að allir gætu fylgst með. Ég man að Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“ en ég skildi ekki alveg hvers vegna hann sagði það. Mér var ljóst að eitthvað mjög óeðlilegt hafði skeð og ég man eftir kvíðahnútnum sem tók að myndast í maganum þegar ég fylgdist með svipbrigðum fullorðna fólksins í kringum mig. Útskýringarnar sem ég fékk sem tólf ára barn voru einhvern veginn á þá leið að gráðugir karlar hefðu reynt að eignast meiri og meiri peninga þar til að allt sprakk í loft upp í höndunum á þeim og að bankar landsins hefðu þá hrunið og orðið gjaldþrota og að um það bil annar hver Íslendingur hefði þá líka hrunið og orðið gjaldþrota. Hver átti að svara fyrir þetta? Það sem mér fannst erfiðast að skilja var hvernig þetta gat gerst án þess að nokkur manneskja tæki ábyrgð á því. Ég spurði foreldra mína hvort það væru þá ekki þessir svokölluðu útrásarvíkingar sem ættu að fara í fangelsi, eða þá þeir sem stjórnuðu landinu þegar þetta gerðist, eða þeir sem sáu þetta gerast og gripu ekki inn í. Foreldrar mínir áttu ekki til svör við þessum spurningum og einhvern veginn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti bara að vera svo ofboðslega flókið. Það var greinilega enginn sem bar beinlínis ábyrgð á þessu, þetta gerðist bara. Mennirnir sem bröskuðu með peningana voru bara undir svo miklum áhrifum frá góðærinu og gleymdu sér hreinlega í allri stemningunni. Tíu árum síðar, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, var mér nauðgað. Það tók mig langan tíma, jafnvel nokkur ár, að átta mig á hver bæri ábyrgðina á því. Tímunum saman reyndi ég að finna útskýringar á því hvernig atburðurinn gat hafa átt sér stað; gerandinn hlyti að hafa misskilið aðstæðurnar, hann gæti ekki hafa ákveðið að beita ofbeldi meðvitað. Gerandinn hlyti einfaldlega að vera afurð allrar þeirra eitruðu karlmennsku og ofbeldismenning sem hann ólst upp í rétt eins og aðrir karlmenn í þessum heimi. Atburðir síðastliðinnar viku hafa vakið hjá mér ýmsar sérkennilegar minningar um atburðina sem áttu sér stað þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Á sama tíma og salan á Íslandsbanka er nýfarin í gegn og í ljós hefur komið hvernig að henni var staðið hefur skapast umræða um skaðsemi þess að slaufa mönnum sem beita ofbeldi og rætt er um hvernig þeir eigi að geta átt afturkvæmt í sviðsljósið. Allt í einu finnst mér þessi tvö málefni ekkert svo ótrúlega ólík – eða að minnsta kosti ekki hvernig unnið er úr þeim. Sömu mennirnir og áttu þátt í að setja landið á hausinn árið 2008 græddu á tá og fingri í gegnum nýyfirstaðna sölu á þjóðareigninni Íslandsbanka og ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist þykja það hið besta mál. Í síðastliðinni viku hefur að sama skapi verið bent á, við miklar og góðar undirtektir, að menn sem beita ofbeldi fái allt of harkalega meðferð í kjölfarið og að þeir séu beinlínis lagðir í einelti. Kannski er stóri lærdómurinn sem ég dreg af þessu öllu sá að meðvirkni er gríðarlega sterkt afl í íslensku samfélagi. Ég vildi að ég hefði vitað það þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Ef ég gæti farið aftur í tímann og hitt mig, tólf ára gamla og tuttugu og tveggja ára gamla, myndi ég líklega einbeita mér að því að koma eftirfarandi atriðum til skila: Menn sem græða á peningum annarra í gegnum vinasambönd eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Menn sem beita aðra ofbeldi eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Sagan endurtekur sig og fólk gleymir reiðinni alveg þar til að hún blossar aftur upp eins og risastórt graftarkýli sem hefur fengið að grassera undir húðinni. Síðan er sprengt á kýlið í dálitla stund þar til sárið lokast aftur og við gleymum óréttlætinu. Við stimplum óþægilega atburði fortíðarinnar sem óheppilega og gleymum því að það eru ákveðnir menn sem báru ábyrgð á þessum óheppilegu atburðum. Eftir allt saman eru þessir menn jú vinir okkar, synir, feður og frændur . Höfundur er meistaranemi í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var tólf ára þegar Hrunið átti sér stað og þar af leiðandi nokkurn veginn á mörkum þess að vera fær um að átta mig á staðreyndum málsins. Enn man ég þó ýmislegt, til dæmis að fréttatímanum var varpað upp á skjá í matsalnum í skólanum svo að allir gætu fylgst með. Ég man að Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“ en ég skildi ekki alveg hvers vegna hann sagði það. Mér var ljóst að eitthvað mjög óeðlilegt hafði skeð og ég man eftir kvíðahnútnum sem tók að myndast í maganum þegar ég fylgdist með svipbrigðum fullorðna fólksins í kringum mig. Útskýringarnar sem ég fékk sem tólf ára barn voru einhvern veginn á þá leið að gráðugir karlar hefðu reynt að eignast meiri og meiri peninga þar til að allt sprakk í loft upp í höndunum á þeim og að bankar landsins hefðu þá hrunið og orðið gjaldþrota og að um það bil annar hver Íslendingur hefði þá líka hrunið og orðið gjaldþrota. Hver átti að svara fyrir þetta? Það sem mér fannst erfiðast að skilja var hvernig þetta gat gerst án þess að nokkur manneskja tæki ábyrgð á því. Ég spurði foreldra mína hvort það væru þá ekki þessir svokölluðu útrásarvíkingar sem ættu að fara í fangelsi, eða þá þeir sem stjórnuðu landinu þegar þetta gerðist, eða þeir sem sáu þetta gerast og gripu ekki inn í. Foreldrar mínir áttu ekki til svör við þessum spurningum og einhvern veginn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti bara að vera svo ofboðslega flókið. Það var greinilega enginn sem bar beinlínis ábyrgð á þessu, þetta gerðist bara. Mennirnir sem bröskuðu með peningana voru bara undir svo miklum áhrifum frá góðærinu og gleymdu sér hreinlega í allri stemningunni. Tíu árum síðar, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, var mér nauðgað. Það tók mig langan tíma, jafnvel nokkur ár, að átta mig á hver bæri ábyrgðina á því. Tímunum saman reyndi ég að finna útskýringar á því hvernig atburðurinn gat hafa átt sér stað; gerandinn hlyti að hafa misskilið aðstæðurnar, hann gæti ekki hafa ákveðið að beita ofbeldi meðvitað. Gerandinn hlyti einfaldlega að vera afurð allrar þeirra eitruðu karlmennsku og ofbeldismenning sem hann ólst upp í rétt eins og aðrir karlmenn í þessum heimi. Atburðir síðastliðinnar viku hafa vakið hjá mér ýmsar sérkennilegar minningar um atburðina sem áttu sér stað þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Á sama tíma og salan á Íslandsbanka er nýfarin í gegn og í ljós hefur komið hvernig að henni var staðið hefur skapast umræða um skaðsemi þess að slaufa mönnum sem beita ofbeldi og rætt er um hvernig þeir eigi að geta átt afturkvæmt í sviðsljósið. Allt í einu finnst mér þessi tvö málefni ekkert svo ótrúlega ólík – eða að minnsta kosti ekki hvernig unnið er úr þeim. Sömu mennirnir og áttu þátt í að setja landið á hausinn árið 2008 græddu á tá og fingri í gegnum nýyfirstaðna sölu á þjóðareigninni Íslandsbanka og ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist þykja það hið besta mál. Í síðastliðinni viku hefur að sama skapi verið bent á, við miklar og góðar undirtektir, að menn sem beita ofbeldi fái allt of harkalega meðferð í kjölfarið og að þeir séu beinlínis lagðir í einelti. Kannski er stóri lærdómurinn sem ég dreg af þessu öllu sá að meðvirkni er gríðarlega sterkt afl í íslensku samfélagi. Ég vildi að ég hefði vitað það þegar ég var tólf ára og tuttugu og tveggja ára. Ef ég gæti farið aftur í tímann og hitt mig, tólf ára gamla og tuttugu og tveggja ára gamla, myndi ég líklega einbeita mér að því að koma eftirfarandi atriðum til skila: Menn sem græða á peningum annarra í gegnum vinasambönd eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Menn sem beita aðra ofbeldi eru ekki fórnarlömb aðstæðna sinna. Þeir bera ábyrgðina einir. Sagan endurtekur sig og fólk gleymir reiðinni alveg þar til að hún blossar aftur upp eins og risastórt graftarkýli sem hefur fengið að grassera undir húðinni. Síðan er sprengt á kýlið í dálitla stund þar til sárið lokast aftur og við gleymum óréttlætinu. Við stimplum óþægilega atburði fortíðarinnar sem óheppilega og gleymum því að það eru ákveðnir menn sem báru ábyrgð á þessum óheppilegu atburðum. Eftir allt saman eru þessir menn jú vinir okkar, synir, feður og frændur . Höfundur er meistaranemi í íslenskum fræðum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun