Vaktin: „Gefist upp eða deyið“ Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. apríl 2022 14:30 Móðir og dóttir bíða eftir strætisvagni sem flytur þær frá borginni Sloviansk í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vísir/AP Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira