Lestrarfærni nemenda í grunnskólum Reykjavíkur þarf að bæta Helgi Áss Grétarsson og Jórunn Pála Jónasdóttir skrifa 16. apríl 2022 09:00 Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í október 2020 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að gerð yrði úttekt á kynbundnum mun á námsárangri í leik- og grunnskóla, með sérstakri áherslu á færni nemenda að lesa íslensku. Í framhaldinu fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar tillöguna til umfjöllunar og eftir 18 mánaða málsmeðferðatíma var henni vísað frá af núverandi meirihluta borgarstjórnar á fundi ráðsins, hinn 22. mars síðastliðinn. Þessi afgreiðsla tillögunnar sýnir svart á hvítu þá forgangsröðun sem meirihlutinn stendur fyrir. Og það þrátt fyrir að embættismenn Reykjavíkurborgar tækju undir áhyggjur af þessu málefni og bentu á að tillagan væri framkvæmanleg. Samfélagslegt mein, bæði til skemmri og lengri tíma Samkvæmt PISA könnun frá árinu 2018 geta 34% drengja ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla hér á landi á meðan sama hlutfall fyrir stúlkur er 19%. Ástæða er til að ætla að þessi staða hafi ekki farið batnandi undanfarin ár, sbr. t.d. mat tveggja reynslumikilla kennara á grunnskólastigi í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni hinn 10. apríl síðastliðinn. Núverandi menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, lét hafa eftir sér í viðtali, sem birt var á mbl.is. hinn 15. apríl sl., „að sérstaklega slæmt gengi ungra drengja í lestri stafa af mikilli netnotkun og síaukinni einangrun ungra drengja vegna tölvuleikja og annars“. Í fjölmiðlaviðtali í byrjun september 2020 taldi sérfræðingur á þessu sviði, prófessorinn, Hermundur Sigmundsson, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu og hann fyndi fyrir „mikilli mótstöðu ef maður er einfaldlega að benda á stöðuna“ og það væri „enginn að ræða þessi mál“. Þöggun um svona mikilvægt samfélagslegt mein getur ekki verið til bóta. Réttur til menntunar og fræðslu við sitt hæfi Hafa þarf hugfast að réttur barna til menntunar og fræðslu við sitt hæfi er stjórnarskrárbundinn. Ábyrgð sveitarfélaganna er rík, því með lögum um grunnskóla hefur þessi réttur verið nánar útfærður og opinberum aðilum, meðal annars sveitarfélögum, verið falið að sinna því verkefni. Hvort sem leið nemanda liggur að loknu grunnskólanámi til áframhaldandi bóknáms eða verknáms er það að geta lesið sér til gagns og gamans mikilvægur lykill að samfélaginu. Full þörf er á því að námsárangur drengja í grunnskólum Reykjavíkur sé tekinn til sérstakrar skoðunar og fundnar séu markvissar leiðir til að bæta árangur þeirra í grunnskólakerfinu. Helgi Áss Grétarsson skipar 7. sæti og Jórunn Pála Jónasdóttir 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða 14. maí 2022.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun