Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 19:31 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams er einn eigenda Priksins. Vísir/Egill Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum. Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“ Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“
Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira