Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 19:31 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams er einn eigenda Priksins. Vísir/Egill Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum. Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“ Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“
Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira