Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp í dómsal í gær. AP/Brendan Smialowski Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær. Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær.
Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira