Hafnarfjörður, bær framfara og uppbyggingar Ó. Ingi Tómasson skrifar 12. apríl 2022 09:01 Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“ Rifjum upp staðreyndir Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir. Það sem skiptir máli Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar